Það má vera gaman!

#img 1 #Þið munið að aðgangur hjá Minnu frænku, http://www.auntminnie.com/, er ókeypis og mjög einfalt að búa sér til aðgangsorð og lykilorð. Þann 18.07.05 birti hún Minna grein eftir bandarískan röntgenlækni (PACS preferences: How to push a radiologist’s buttons), Sam Friedman, þar sem hann spjallar um PACS-kerfi og lýsir skoðunum sínum. Hafa ekki fleiri skoðanir á öllu flotta dótinu sem við höfum til að hjálpa öðrum og skemmta okkur? Örfáir punktar frá dr. Friedman (lauslega snarað):


#img 2 # • Í fyrsta lagi þarf hvert einasta atriði í öllu skollans kerfinu að virka, í hvert einasta sinn sem maður þarf að nota það. Líka eitthvað sem maður notar ekki nema einu sinni á ári.


  #img 3 #Þeir sem eru “klárir á tölvu” halda því kanski fram að með því að ýta á þennan eða hinn takkann, hægrismella hér, veifa vinstri hendinni og spangóla, sé hægt að forða því að kerfið frjósi. Staðreyndin er að svona kerfi á að vera alveg skothelt þannig að sá allra tæknifælnasti af starfsmönnunum geti ekki komið því úr jafnvægi, ekki einu sinni með því að ýta á alla takka í einu.

  Sumir framleiðendur virðast hafa brúna í geimskipinu Enterprise sem fyrirmynd
  #img 4 #að leiðakerfi. Með blikkljósum, hljóðum og öllu. Ég (les: bæði dr. Friedman og ritstjóri Arnartíðinda) hef í laumi gaman af Star Trek og finnst píp og ljósagangur æðislegt… en ekki þegar ég er að vinna, takk.

  Röntgenmyndin á að fá sem mest pláss á skjánum. Fyrri svör, skrá yfir aðra sjúklinga, mælistikur, klukka eða Nasdaq vísitalan á ekki að éta upp pláss á sama skjá.


  #img 5 #Leiðakerfi eiga að vera einföld og greinileg. Líka listar yfir valmöguleika. Sum kerfi eru með hægrismellaræpu, þar sem einn smellur með hægri músarhnapp lætur vella niður skjáinn óendanlegan lista yfir allt milli himins og jarðar. Skipulagðir og hæfilega takmarkaðir viðbótarlistar eru stórfínir en ekki hræra öllu saman í einn hægrisinnaðan graut.

  Svo væri nú snilld að hafa samræmi í því hvernig aðgerðahnappar eru notaðir. Andstyggilegt þegar t.d. stækkun virkar ef smellt er á táknið með vinstri músarhnapp, svo þarf að “scrolla” til að stækka og minnka en til að breyta gluggagildum þarf að smella á það tákn með hægri músarhnapp og
  #img 6 #hreyfa svo sjálfa músina en passa að klikka ekki o.s.fr………

  Ef ég vil gera hundrað mælingar á einni mynd þá á það að vera hægt. Kerfið á ekki að banna mér að gera fleiri en tvær, eða eitthvað.
Svakalega góður punktur úr PACS-fyrirlestri sem  Steini (Þorsteinn Ragnar Jóhannesson, Raförn) hélt:


 • „Virki alltaf… Alltaf eins…“

Ég efast ekki um að myndgreiningarfólki dettur ýmislegt fleira í hug í framhaldi af grein dr. Friedman.  Áreiðanlega nóg í aðra grein! Ekki endilega um PACS heldur kanski eitthvað allt annað í myndgreiningunni. Skemmtilega grein!


#img 7 #“Moralen er…”: Það er alveg óhætt að láta sjá eftir sig fleira en háalvarlegar vísindagreinar. Til dæmis geta vangaveltur, eigin skoðanir (án þess að þær séu studdar óhrekjandi rökum), ábendingar um eitthvað athyglisvert og/eða spurningar sem varpað er fram verið efniviður í fínustu grein…. til að birta “Í fókus” 

Sendið efni til ritstjóra Arnartíðinda! 
21.07.05 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *