Nú er sumar og flestir sýna af sér hæfilegt kæruleysi, nema rétt á meðan þeir eru í vinnunni. Í samræmi við það verður ekki fræðileg fókusgrein hér þessa vikuna heldur aðeins bent á tvær skemmtilegar slóðir sem áhugasamur lesandi lét ritstjóra Arnartíðinda vita af.
Fyrri slóðin er að dásamlega fáránlegu bréfi sem var birt í The Times í síðasta mánuði. Þetta er atvinnuumsókn til Western Medical Imaging, í Ástralíu, en þar á bæ höfðu menn auglýst eftir ómtækni (ultrasound radiographer)…
http://www.thetimes.co.za/article.aspx?id=784231
Seinni slóðin liggur til Wikipediu, sem flestum er að góðu kunn, og leiðir okkur að klausu um fyrirbærið “radiesthesia” sem er einskonar árulestur en snýst um að finna truflanir í geisluninni sem líkaminn sendir frá sér, samkvæmt trú þeirra sem aðhyllast þessa speki.
http://en.wikipedia.org/wiki/Radiesthesia
Góða skemmtun!
14.07.08 Edda Aradóttir edda@raforninn.is