Stefnt á ráðstefnur

Það er alltaf gaman að velta fyrir sér möguleikum í símenntun og ferðir á ráðstefnur eru einn af þeim. Í maí næstkomandi, nánar tiltekið frá 25.05 til 28.05 verður “Nordic Radiological Congress” haldin í 56 sinn og um leið 17. Nordic Congress of Radiographers, ásamt 33. ársþingi Nordic Society of Neuroradiology.

Íslenskir fyrirlesarar
Af dagskrá þingsins að dæma verður margt athyglisvert að sjá og heyra en það sem Íslendingur rekur fyrst augun í eru tvö íslensk nöfn fyrirlesara. Fyrstan skal telja Sigurð Sigurðsson, yfirgeislafræðing á myndgreiningardeild Hjartaverndar, en hann er annar tveggja flytjenda undir fyrirsögninni “Cardiac MR Imaging”.
Annar Íslendingur er nefndur tvisvar á dagskránni en hann starfar í Bandaríkjunum, Haraldur Bjarnason, röntgenlæknir á Mayo Clinic. Haraldur flytur erindi um stöðu TIPS (transjugular intrahepatic portosystemic shunt) og er einnig einn þriggja fyrirlesara undir fyrirsögninni “Lessons from nightmares in interventional radiology”.

Margt athyglisvert
Þegar búið er að kynda rækilega undir þjóðarstoltinu má líta á ýmislegt annað á dagskránni, til dæmis “Management of the Modern Department” á fimmtudeginum 26. maí, og “PACS – future trends” seinna sama dag.
Föstudaginn 27. má svo nefna “Radiographers extended roles” og einnig “The patient: Caring For or Caring About”. Ekki er síður athyglisvert að fræðast um Madame Curie, í samnefndum fyrirlestri, stafræna tækni við brjóstamyndatöku, “Digital Mammography”, eða teymisvinnu í bráðatilfellum, “Emergency Team Work”.
Tól til að meta myndgæði og geislaálag við CT rannsóknir, “ Tools for evaluation of image quality and patient dose…”, koma öllum vel og gæðaeftirlit við stafrænar röntgenrannsóknir, “Quality control of digital radiographic and fluoro-scopic systems…” er mjög mikilvægt.

Þetta eru aðeins nokkur dæmi og hægt að kynna sér margt fleira á vefsíðu ráðstefnunnar.

29.03.05 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *