Á síðustu misserum hefur athygli beinst sífellt meira að nýrnabilun af völdum skuggaefna. Ýmsar rannsóknir benda til að gjöf á N-Acetylcysteine eða Sodium Bicarbonate, fyrir rannsókn, minnki líkur á nýrnabilun en allir eru sammála um eitt: Vel vökvaður sjúklingur þolir skuggaefni betur.
Leiðbeiningar í opna hluta Gæðavísis
Áður en skuggaefni er gefið þarf að athuga hvort sjúklingur er í einhverjum þeim hópi
#img 1 #sem hætt er við nýrnabilun. Í Gæðavísi má finna einfaldan lista sem nýtist vel við það. Einnig eru þar leiðbeiningar um hvernig lágmarka megi áhættu hvers og eins, s.s. hvernig reikna eigi út það magn skuggaefnis sem óhætt er að gefa sjúklingnum.
Ég vil vekja athygli á að allt sem snýr að skuggaefnisnotkun er í opna hluta Gæðavísis sem allir geta nýtt sér, hvort sem vinnustaður þeirra hefur keypt aðgang eða ekki.
Ekki fasta nema nauðsyn krefji
Efst á blaði er að koma í veg fyrir að sjúklingur sé of þurr. Enginn ætti að fasta eingöngu vegna skuggaefnisgjafar og ef mögulegt er á sá sem þarf að fasta af öðrum orsökum samt sem áður að fá vatn fyrir skuggaefnisrannsókn. ESUR mælir með hálfu glasi 4 klst fyrir rannsókn. Í fjölda greina um nýrnabilun af völdum skuggaefnis kemur fram að magn þess vökva sem nýrun hafa til að vinna með (volume) skiptir sköpum. Hvort sem rannsóknir snúast um notkun Sodium Bicarbonate eða N-Acetylcysteine er alltaf lögð áhersla á að sjúklingur sé vel vökvaður.
Vel fylgst með sjúklingum í áhættuhópum
Gæðavísir er nú í notkun á mörgum myndgreiningarstöðum, eins og minnst var á í Arnartíðindum 26. júní síðastliðinn. Stærsti staðurinn sem ekki hefur keypt aðgang að
#img 2 #Gæðavísi er Landspítali – Háskólasjúkrahús en að sögn Hansínu Sigurgeirsdóttur, deildarstjóra röntgendeilda, eru alltaf fengnar upplýsingar um S-Kreatínín hjá sjúklingum sem gefa á skuggaefni og
#img 3 #einnig hefur N-Acetylcysteine verið notað, á legudeildum, til að minnka áhættu hjá sjúklingum með lélega nýrnastarfsemi.
Af ofangreindu dreg ég þá ályktun að á öllum myndgreiningarstöðum sé fylgst vel með sjúklingum sem eiga sérstaklega á hættu að fá nýrnabilun af völdum skuggaefnis, t.d. fólki yfir 70 ára aldri og þeim sem eru með sykursýki.
Hvað um hina?
#img 5 #Þurrkur í líkamanum (dehydration) eykur líkur á nýrnabilun af völdum skuggaefnis og einnig notkun NSAID – lyfja, en þeim flokki tilheyra mörg mjög algeng verkja- og bólgueyðandi lyf. Hægt er að nefna Voltaren, Vóstar, Íbúprofen, Naproxen, Íbúkód og Confortid.
Samkvæmt athugunum sem ég hef séð í tengslum við heilbrigðan lífsstíl og líkamsrækt er ótrúlega algengt að fólk drekki mjög lítið daglega dags. Þeir sem þar að auki eru ekki við góða heilsu, sem er jú ástæðan fyrir því að fólk kemur í rannsóknir, hafa oft litla lyst og drekka enn minna.
Auk þess eru NSAID lyf notuð óheyrilega mikið, fyrir fimm árum voru í Bandaríkjunum
#img 4 #gefnir út um 70,000,000 lyfseðlar fyrir slíkum lyfjum og seldar 30 þúsund milljónir skammta í lausasölu. Íslendingar eru miklir meistarar í lyfjaáti, eins og svo mörgu öðru, vinna mikið og vilja láta sér batna strax ef þeir finna einhversstaðar til. Því verður að teljast líklegt að mikils sé neytt af NSAID lyfjum hér á landi.
Kemur lyfjanotkunin fram?
Eitt af því sem Gæðavísir ráðleggur að fólk sé spurt um þegar rannsókn með skuggaefni er pöntuð er notkun lyfja sem æskilegt er að hætta töku á 24 klst fyrir skuggaefnisgjöf. Vísað er í lista yfir þau og tekið fram að það sé á ábyrgð tilvísandi læknis að geta þeirra á beiðni. Mörg NSAID lyf eru ekki lyfseðilsskyld og hætta á að fólk telji ekki ástæðu til að nefna þau, jafnvel þótt læknir spyrji um lyfjanotkun.
Magn vökva
#img 6 #Ég tel talsverðar líkur á að myndgreiningarfólk fái í rannsóknir fólk undir sjötugu, með sögu sem bendir alls ekki til skertrar nýrnastarfsemi en er þurrt (deydrerað) og/eða á NSAID lyfjum. Mundum við ekki minnka áhættuna fyrir alla ef fastur liður í undirbúningi fyrir rannsókn með skuggaefni væri að auka vökvainntöku? Undirrituð myndaði sér þá skoðun að best væri að vökva fólk verulega, hvetja alla til að drekka sem mest og jafnvel gefa inniliggjandi sjúklingum vökva í æð.
Of mikið af því góða
Þegar þessi grein birtist fyrst bað undirrituð þá sem gætu gefið upplýsingar varðandi mikla
#img 7 #vökvainntöku fyrir skuggaefnisrannsóknir hefðu samband. Viktor Sighvatsson, röntgenlæknir, brást snarlega við og upplýsti að mjög mikil vökvainntaka eða -gjöf væri ekki af hinu góða. Best væri að fylgja ráðleggingum ESUR, ekki síst varðandi Urografiur, annars væri hætta á að skuggaefnið þynntist svo mikið út að rannsóknin yrði ekki marktæk. Einnig yrði að sýna aðgát varðandi þá sem mögulega væri hætt við hjartabilun. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að auka vökvainntöku eftir skuggaefnisrannsóknir, skv. leiðbeiningum ESUR.
Viktori eru færðar bestu þakkir fyrir og innlegg frá fleirum væri vel þegið, í síma 860 3748 eða um netfangið edda@raforninn.is
24.07.06 Edda Aradóttir