SIIM – Society for Imaging Informatics in Medicine.


Það er alltaf gaman að kynna sér það sem snýr að myndgreiningu og gott tækifæri til þess gefst við að skoða vefsíðu SIIM. Þetta eru mjög áhugaverð samtök með metnaðarfullt markmið: Að byggja brýr milli hinna margvíslegu fagstétta sem koma að læknisfræðilegri myndgreiningu.

Hugsið þið málið. Myndgreining snertir hreinlega allar sérgreinar í læknisþjónustu fyrir fólk og meira að segja dýralækna líka. Svo eru það tæknimenn og tölvufólk með margvíslega menntun, rafeindavirkjar, tæknifræðingar, verkfræðingar, tölvunarfræðingar o.s.fr. Geislafræðingar, læknaritarar og aðstoðarfólk vinna á öllum myndgreiningarstöðum og svo mætti lengi telja.
Hrein snilld að leita leiða sem hjálpa öllu þessu fólki að skilja hlutverk og vandamál hvers annars!

SIIM starfar náið með t.d. RSNA (samtök alls myndgreiningarfólks í Bandaríkjunum), ACR (bandarískir röntgenlæknar) og ARRT (bandarískir geislafræðingar) og er sífellt að bæta við sig samstarfs-samtökum.

Stór ráðstefna er haldin á vegum SIIM á hverju ári og verður sú næsta í Charlotte í North Carolina fylki í Bandaríkjunum, í júní árið 2009

10.11.08 Edda Aradóttir edda@raforninn.is 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *