Síðasta útkall


Þáttöku Félags Geislafræðinga í sýningunni 3L EXPO var fyrst getið í frétt af aðalfundi Félags Geislafræðinga í Arnartíðindum 03.04.06.
Aftur var vakin athygli á verkefninu, og óskað eftir fleiri geislafræðingum, í frétt í Arnartíðindum 17.07.06.

Þegar sú frétt var skrifuð voru aðeins komnir þrír í undirbúningsnefnd. Það hefur fjölgað í nefndinni en nú er síðasta útkall: 
Geislafræðingar, takið þátt í að kynna fagið okkar!!!

Út úr myrkrakompunni
Ég hef skrifað ótal pistla um hversu lítið sýnileg myndgreining er í þjóðfélaginu og hversu slæmt ég tel það vera fyrir vöxt og viðgang greinarinnar. Kolmyrkar framköllunarkompur heyra sögunni til og við getum stokkið alstafræn fram í dagsljósið. Það er sama hvaða fagstétt er um að ræða, það er okkur öllum til hagsbóta að verða sýnilegri. Hver hefur áhuga á háskólanámi og jafnvel löngu sérnámi að auki ef það skilar honum í starf sem sárafáir vita að er til? Hvernig gengur fámennum og ósýnilegum stéttum í kjarabaráttu? Hver ber virðingu fyrir fagi sem fjölmiðlar nefna eingöngu í sambandi við kostnað í heilbrigðiskerfinu og hættu af völdum geislunar?

Einn fyrir alla
Á sýningunni 3L EXPO hefur ein stéttin, geislafræðingar, frábært tækifæri til að kynna sig og samstarfsfólk sitt. Við sem komnar erum í undirbúningsnefnd ætlum svo sannarlega að láta koma fram hversu margvíslega samstarfsmenn við eigum og hversu mikilvægt samstarfið er fyrir myndgreiningu og samfélagið í heild. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að það er Félag Geislafræðinga sem verður með bás á sýningunni og það þýðir að starfskrafta geislafræðinga er óskað við undirbúninginn og á sýningunni sjálfri.

Komið í hópinn!
Hópurinn sem við erum komin með samanstendur af konum með margra ára reynslu í faginu. Nemarnir tóku vel í að hjálpa til og nú langar okkur að fá enn meiri breidd. Það væri gaman að fá einhverja af elstu geislafræðingunum sem þekkja sögu félagsins og þróun fagsins. Það væri líka frábært að fá geislafræðinga sem eru yngri í faginu en við “kellingarnar”, sem erum margar útskrifaðar rétt upp úr 1990. Svo væri náttúrulega snilld að fá einhvern af karlmönnunum í stéttinni, verst hvað þeir eru fáir. Við erum komin með fólk frá Orkuhúsinu, LSH, Krabbó og FSA en langar mikið að fá með okkur kollega frá fleiri vinnustöðum.

Gagn og gaman
Það er enn hægt að koma inn í undirbúningsstarfið og ég get lofað ykkur því að það er bara frábært að vinna í þessu. Því fleira fólk því fjölbreyttari viðhorf og hugmyndir, og minna álag á hvern og einn. Þessi sýning verður eitt heljarstórt partý og við skulum sko hafa fjör!!

Drífið ykkur að hafa samband við Katrínu, formann FG, 8248539 / katrinsig@hive.is eða undirritaða 🙂 860 3748 / edda@raforninn.is

21.08.06 Edda G. Aradóttir 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *