Reynsla annarra myndgreiningarstöðva sýnir að með tilkomu MRI fjölgar rannsóknum ekki aðeins sem nemur segulómskoðunum heldur fylgja oft almennar röntgenrannsóknir með. Það er því ljóst að fjölga þarf starfsfólki á myndgreiningardeild FSA til að hægt sé að nýta þá möguleika sem öll tæknin býður upp á. Edda Aradóttir, 11.12.02.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa nú verið samþykkt kaup á
#img 1 #segulómtæki fyrir myndgreiningardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Áætlað er að tækið verði tekið á kaup- eða rekstrarleigu og er nú unnið að gerð útboðs sem á að verða tilbúið snemma á næsta ári.
#img 2 #Ákvörðun um kaup á segulómtæki staðfestir áframhald þeirrar stefnu að byggja FSA upp sem sérgreinasjúkrahús og fagnar starfsfólk myndgreiningardeildar því mjög þessari jólakveðju sem því hefur verið send.