Myndgreining er ekki fjölmennt fag og þó það hafi sína galla má ekki gleyma kostunum. Til dæmis ætti samstarf og samstaða að geta verið meiri en hjá stærri hópum.
#img 1 #Sameiginleg saga.
Þessa dagana erum við hjá Arnartíðindum meðal annars að skrá sögu myndgreiningar á Íslandi og lítillega byrjuð að birta hana hér á vefsetrinu. Sú vinna leiðir hugann að því hversu stutt er síðan öll starfsemi í faginu hvíldi á herðum örfárra einstaklinga. Margir þeirra eru enn í fullu fjöri, jafnvel enn í starfi, og mjög athyglisvert að ræða við þetta fólk.
Samhugur um framtíðina,
Annað sem athygli vekur er sá mikli áhugi sem er fyrir framvindu mála á námsbraut í geislafræði og almenn
#img 4 #samstaða bæði geislafræðinga og röntgenlækna um að tryggja umhverfi sem hjálpar til við þróun námsins á akademísku sviði. Allir eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og hvergi verður vart áhugaleysis.
#img 2 #Sameiginleg hátíðahöld.
Þetta tvennt, ásamt ýmsu skemmtilegu sem var um að vera á Röntgendaginn 2002, undirstrikar möguleika á fleiru sem sameinað gæti fólk innan fagsins.
Eftir síðasta Röntgendag birtist hér fókusgrein með uppástungu um árleg hátíðahöld myndgreiningarfólks og möguleika á að gera fagið sýnilegra út á við, ekki síst í von um að fá fleira nýtt fólk í okkar raðir. Slíkt byggist á samvinnu og eflir samkennd… sem býður upp á meiri samvinnu og þannig koll af kolli.
#img 5 #
Samvinna fagfélaga.
Fagfélög röntgenlækna og geislafræðinga eiga mikla og ókannaða möguleika á samstarfi um „mannaveiðar“ inn í myndgreininguna. Það er eitt af því sem hægt væri að fjalla um á ráðstefnu tengdri næsta Röntgendegi og hrinda í framkvæmd sem fyrst.
Söfnum saman hugmyndum.
Við eigum sameiginlega fortíð sem vonandi kemur betur og betur í ljós með hverjum kafla og viðtali sem birtist hér á vefsetrinu. Við störfum saman í nútímanum og samkenndin kemur í ljós strax og
#img 3 #ýtt er við fólki. Við eigum framtíðina saman og þurfum að huga vel að henni.
Myndgreiningarfólk, setjið nú hugmyndaflugið á fullt, veltið fyrir ykkur öllum möguleikum til sameiningar og komið hugmyndunum á framfæri við ritstjóra Arnartíðinda.
Ég hlakka til að heyra frá ykkur.
Edda Aradóttir, 20.01.03.