Sameindamyndgreining breytir krabbameinsmeðferð

Frá árinu 2000 hafa átta stofnanir í Ástralíu tekið þátt í rannsóknum sem í heild ganga undir nafninu Australian PET Data Collection Project og eru studdar af ástralska ríkinu.
Á ársþingi SNM (Society of Nuclear Medicine) 2007 kynntu Michael Fulham, prófessor í sameindamyndgreiningu við Royal Prince Alfred spítalann í New South Wales, og dr. Andrew Scott frá PET Centre Austin Hospital í Victoria niðurstöður þessarar rannsóknar.

Eftirfarandi er snarað úr grein sem birtist nýlega hjá Minnu frænku:

Krabbamein í eggjastokkum
Á árunum 2003 – 2006 unnu þrjár af áströlsku stofnunum saman rannsókn varðandi krabbamein í eggjastokkum. Í henni tóku þátt 90 konur á aldrinum 35 til 85 ára. Þær voru allar skoðaðar á hefðbundinn hátt, með CT rannsókn, ómskoðun, CA-125 og líkamsskoðun. Auk þess fóru þær allar í PET/CT rannsókn.

Breytt meðferð
Eftir PET/CT rannsóknina voru tilvísandi læknar beðnir að gefa upp hvaða meðferð þeir
#img 3 #hefðu haft í huga fyrir sjúklinginn áður en PET/CT var gert og hvort niðurstöður þeirrar rannsóknar hefðu haft áhrif á meðferðaráætlun. Gefnir voru fjórir möguleikar: Engin áhrif (eins og PET/CT hefði ekki verið gert) lítil áhrif (PET/CT bætti við upplýsingum en engum sem breyttu meðferð) meðal áhrif (geislaskammti, lyfjaskammti eða skipulagi meðferðar breytt) mikil áhrif (breytt um meðferðarform, t.d. skipt úr lyfjameðferð yfir í geisla eða öfugt) Reyndist sameindamyndgreiningin hafa breytt meðferð hjá 59% sjúklinganna og í meirihluta tilvika sögðu tilvísandi læknar áhrifin hafa verið mikil. 


Melanoma með meinvörpum

Annar hluti Australian PET Data Collection Project var rannsókn, á árunum 2001 – 2006, sem tók til 134 sjúklinga með melanoma með meinvörpum. Stór skurðaðgerð var á áætlun fyrir þá alla.

#img 1 #
Í 62% tilvika breyttu niðurstöður sameindamyndgreiningar meðferðaráætlun og aðgerðaáætlanir minnkuðu um 33%. Áhrifin voru talin meðal í 19% tilvika en mikil í 42%.
Prófessor Fulham telur þessar niðurstöður gefa tilefni til þess að athuga hvort PET/CT geti komið í stað annarra rannsókna. Hann segist gjarna vilja sjá sjúklinga fara í MR og PET/CT í stað meinvarpaleitar í CT. Þannig mundi geislaálag af PET/CT jafnast upp vegan þess að geislaskammtur af CT sparast en gróðinn verða meiri upplýsingar.

Colorectal carcinoma
Enn einn hluti rannsóknarinnar snerist um krabbamein í ristli og endaþarmi (colorectal carcinoma). Hún var unnin á fjórum stöðum og sjúklingunum, eitthundrað níutíu og einum, skipt í tvo hópa. Í hópi A voru sjúklingar sem höfðu æxlisvöxt sem allt benti til að væri endurkomuvöxtur, eftir fyrri meðferð. Hópur B samanstóð af sjúklingum með
#img 2 #meinvörp í lungum eða lifur sem samkvæmt niðurstöðum hefðbundinnar myndgreiningar voru skurðtæk.

Niðurstður PET rannsókna breyttu meðferð í tilfellum 66% sjúklinga í hópi A en 49% í hópi B. Í meðferðaráætlun 25 sjúklinga hafði verið gert ráð fyrir skurðaðgerð en eftir að niðurstöður komu úr PET rannsóknum fækkaði þeim í 14. Að auki voru aðeins þrír sendir í lyfjameðferð en áður var reiknað með að þeir yrðu 18.



Sláandi niðurstöður

Þetta eru sláandi niðurstöður en alls ekki einsdæmi. Víða má lesa um hversu feikileg
#img 4 #áhrif sameindamyndgreining hefur, ekki síst varðandi greiningu og meðferð krabbameina.

Í framhaldi af þessu má benda á nýja vefsíðu Society of Nuclear Medicine
og undirsíðu tileinkaða sameindamyndgreiningu 

06.08.07 Edda G. Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *