Röntgendagur enn á ný

Næstkomandi mánudagur er 8. nóvember, Röntgendagurinn. Undanfarin ár höfum við hjá Arnartíðindum hvatt myndgreiningarfólk til að halda upp á daginn og nýta hann til að vekja athygli á faginu okkar.

Þetta árið verður hvatningarræða ritstjórans stutt. Þið fáið hinsvegar tengingar í lengri greinar fyrri ára og eruð hér með hvött til að lesa þær, velta fyrir ykkur hugmyndum sem þar koma fram og gefa okkur svörun (“feedback”) á netfang ritstjórans eða í síma hans, 860 3748.

Nýtum Röntgendaginn (2003) 

Sameiningartákn (2003)

Framtíð Röntgendagsins (2002)

Röntgendagurinn (2002)

Hvað af því sem komið er fram finnst ykkur áhugavert?

Hvað finnst ykkur tómt bull?

Hvaða aðrar hugmyndir hafið þið?

Hver af myndgreiningareiningunum ætlar að ríða á vaðið og lofa spennandi viðburði 8. nóvember 2005?

Gerum vart við okkur
Núna er hinsvegar kominn tími til að skipuleggja hátíðahöld hvers vinnustaðar um sig, næstkomandi mánudag. Sýnum fólki að við erum til og erum að skila heilmikilli vinnu sem hjálpar fjölda manns! Við erum hérna og erum að gera gagn! Hetjur, munið þið?

Myndgreining er frábært fag
Setjum upp sýningar á vinnustöðum okkar, höfum kynningarefni aðgengilegt, skrifum í blöðin, hnippum í ljósvakamiðlana, birtum greinar á vefsíðum, sendum út fréttatilkynningar, o.s.fr. Notum hugmyndaflugið og gerum allt sem við getum til að vekja athygli á mikilvægi myndgreiningar og hversu frábærlega áhugavert og skemmtilegt fag hún er.

Sameinaðir stöndum vér
Síðast en ekki síst. Samstaða okkar sem myndgreiningarfólks er hafin yfir allt sem snýr að samkeppni, ólíkum rekstrarformum, mismunandi fagstéttum, faglærðum eða ófaglærðum og öllu öðru sem skilur okkur að. Sameiginleg hagsmunamál okkar eru mörg – vinnum saman. 

01.11.04 Edda Aradóttir edda@raforninn.is  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *