Rönt-glens

Í skjóli hátíðanna er fókusnum eytt á gjafir og léttmeti. Þeir sem vilja vera djúphugsandi geta notað tækifærið og velt upp spurningum um raunverulega merkingu jólanna vs. ofuráherslu á efnisleg gæði. Hinir sem vilja bara hvíla hugann geta vonandi haft gaman af.
 
Sælla að gefa en þiggja
Allir fá þá eitthvað fallegt… og vonandi hafið þið öll fengið góðar gjafir, gefnar í sönnum jólaanda, frá fólki sem ykkur þykir vænt um. En sælla er að gefa en þiggja og það er ekki eingöngu á jólunum sem við gefum gjafir. Afmæli, útskriftir, starfsafmæli og margt fleira er tilefni til þess að gefa vinum og starfsfélögum eitthvað skemmtilegt. 

Hugmyndir og aftur hugmyndir
Eins og við allt annað er upplagt að nota netið til að finna viðeigandi gjafir. Röntgenfólk getur fundið ótrúlegustu hluti á vefsetri x-ray Grafix, til dæmis röntgen-jólaskraut! 
Ef geislafræðingar vilja minna á tíu helstu kosti sína þá er hægt að fá upptalningu á þeim prentaða á bol, 10 reasons to love an x-ray tech.
Það er mjög í tísku að versla á e-Bay, dollarinn lágur og allt það. Aðdáendum Simpson fjölskyldunnar er hér með bent á sjaldgæft eintak af röntgenmynd af höfði Hómers Simpson, sem býðst á e-Bay.
Fyrir þá sem vilja vera dálítið skuggalegir er hægt að kaupa vasaúr í hauskúpumynd, með keðju skreyttri beinaberri hendi og fleiru.
Sjónvarpsþátturinn Scrubs, sem á íslensku hefur fengið heitið Nýgræðingar, er vinsæll hjá mörgum og „lógó“ þáttanna er einmitt röntgenmynd. Þeir sem vilja eignast hluti með þeirri mynd ættu að eiga auðvelt með að nálgast þá hjá NBC-Universal.
Röntgen-gleraugu sem láta líta svo út sem maður sjái í gegnum föt annarra gætu áreiðanlega orðið vinsæl, til dæmis í áramótagleðskap!
Vefverslun Advance tímaritsins býður upp á fjölmargt skemmtilegt og þar er hægt að flakka um ýmsa flokka.
Vatnslitamynd með nafni „uppáhalds geislafræðingsins þíns“ er óneitanlega hallærisleg en ef til vill nógu hallærisleg til að vera sniðug. Fæst hjá Personalization Mall.
Og fyrir nýja árið…. flott röntgen dagatöl frá calendars.com.

Góða skemmtun og gleðileg jól!
26.12.05 Edda Aradóttir  edda@raforninn.is
 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *