Rafræn tímarit.

Mun áreiðanlega koma ýmsum á óvart hversu skemmtileg mörg þessi tímarit eru aflestrar. Þetta eru ekki þurrar læknisfræði- eða tæknistaðreyndir heldur er fjallað á líflegan hátt um margt það sem efst er á baugi hverju sinni.

Margir þekkja DiagonsticImaging.com, létt og gott í notkun.  

Medscape er eitt af nöfunum. Bandarísk samtök sem kallast WebMD gefa það út.

Applied Radiology Online inniheldur líka  margt athyglisvert og aðgengilegt.

Varðandi stjórnun o.fl. í myndgreiningu má benda á Decisions in Imaging Economics sem er mjög vandað. Einnig Optimize sem er á svipuðu sviði.

Hið velþekkta Radiology, frá Radiological Society of North America, er til í vefútgáfu, Radiology Online,  en ekki komið á þægilegt form.

Margir helstu tækjaframleiðendur eru með góð rafræn tímarit á sínum snærum. Þar má nefna Medica mundi frá Philips, e-Medical Review frá Toshiba, Electromedia frá Siemens og Infobytes frá General Electric.

 Á sviði geislafræðinganna  er gaman að benda á tímarit sem gefið er út á Indlandi! Radiographers Onlinejournal.

Þetta er ætlað til að vekja athygli fólks á því hve auðvelt og skemmtilegt getur verið að fylgjast með í sinni grein. Óteljandi svona tímarit eru til og væri gott að fá ábendingar frá lesendum um fleiri sem þægilegt er að nota. Hér eru aðeins nefnd nokkur almenns eðlis en einnig er hægt að finna sértækara efni, t.d. fyrir MRI, ísótóparannsóknir, TS o.s.fr.
Þeir sem geta bent á góð tímarit eru beðnir að senda póst á ritstjórann.
Edda Aradóttir. 18.11.02.

Settur hefur verið inn flokkurinn „Rafræn tímarit“ í leiðakerfi á forsíðu vefsetursins. Þar verður bætt við og breytt eftir því sem reynsla kemst á notkun tímaritanna. EGA 20.11.02.
   

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *