R S N A 2003

 
Ráðstefna RSNA 2003 stóð frá 30. nóv. til 5. des. og að vanda var þar hægt að kynna sér ótalmargt. Umfjöllun heldur áfram þó ráðstefnunni sé lokið.

Fyrir flesta eru það Minna frænka (AuntMinnie) og RSNA Link sem bjóða upp á aðgengilegasta efnið. Undanfarnar vikur hafa birst hjá Minnu frænku litlar greinar í flokki sem kallast Road to RSNA. Þar er fjallað í örstuttu máli um helstu nýjungar í stóru tækjaflokkunum og settir upp tenglar við vefsíður sýnenda. Haldið verður áfram með fréttir og margskonar umfjöllun hjá Minnu frænku og tekin saman tíðindi af því markverðasta nú þegar ráðstefnunni er lokið.
RSNA Link hefur merki RSNA 03 á forsíðu og með því að smella á það er hægt að nálgast upplýsingar um nokkurn veginn allt sem að ráðstefnunni snýr. Þar er einnig haldið áfram umfjöllun og gerð samantekt að ráðstefnu lokinni.

Diagnostic Imaging (diagnosticimaging.com) fjallar um helstu viðburði í myndgreiningu með því að búa til „Webcast“ um þá og fróðlegt getur verið að skoða t.d. slíka umfjöllun um RSNA á síðasta ári, eða fyrr, og bera saman við það sem var að gerast núna.

Þess má einnig geta að RT-image, sem kemur með nýtt tölublað á vefnum í hverri viku, var með bás á RSNA og fjallar um ráðstefnuna. Þetta er „öðruvísi“ vefmiðill og vís með að sýna annað sjónarhorn en risarnir.

07.12.03 Edda Aradóttir.


    

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *