R S N A 2002


Þá er stóra stundin upp runnin! Allt komið í fullan gang á McCormick Place í Chicago.

Sautján íslenskir þátttakendur á RSNA þetta árið létu vita af sér til Arnartíðinda eins og sjá má á 
þátttakendalista.

Minna frænka (AuntMinnie.com) svíkur engan og bendir á nýjustu upplýsingar um RSNA. RADCast gefur fólki forsmekkinn að tækninýjungum yfir 100 framleiðenda í myndgreiningargeiranum, frá PACS til PET og allt þar á milli.

En lítils virði er nú lífið ef ekkert er gert annað en að vinna og sofa. Það vita menn vel í henni Ameríku og benda af því tilefni á On the Town, hluta RADCast sem fjallar um hvert best er að láta vindinn blása sér í leit að góðri skemmtun og ljúffengum mat.

Þeir sem vilja vera fremstir í flokki hafa lófatölvuna með og fá jafnóðum nýjustu upplýsingar frá AuntMinnie.com.

Fyrir okkur sem heima sitjum er hreinlega nauðsynlegt að skoða þetta allt líka, fastákveða að við ætlum svo sannarlega á næsta ári og… fylgjast svo með daglegum fréttum af RSNA 2002 hjá Minnu frænku, DiagnosticImaging og á vefsíðu RSNA.

Edda Aradóttir, 01.12.02. 


        

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *