Allir ættu að vera farnir að kannast við tenglasafnið okkar, sem stækkar jafnt og þétt. Eitt af því nýjasta þessa dagana eru viðbætur í tenglaflokkinn “Orðabækur og málfræði”, bæði fyrir alla og sérstaklega fyrir Firefox notendur.
Alfræðivefurinn Answers er snilldargóður! Byrjið á að fara tveggja mínútna kynningartúrinn hjá þeim og skemmtið ykkur svo við að leita uppi alla skapaða hluti. Hvað er til dæmis hægt að finna um þjóðhátíðardag Íslendinga?
Fyrir þá sem nota Firefox getur verið gott að hafa möguleika á að yfirfara stafsetninguna… líka á íslensku.
https://addons.mozilla.org/en-US/firefox/browse/type:3
Allir þurfa að geta notað Bookmarks…
https://addons.mozilla.org/en-US/firefox/addon/3615
…og flakkað á milli tölva án þess að glata tengslum við merkingarnar sínar.
https://addons.mozilla.org/en-US/firefox/addon/2410
Fylgist með safninu „Tenglar„… við erum alltaf að bæta við!
18.06.07 Edda Aradóttir edda@raforninn.is