Opið hús“ hjá Hjartavernd“

Áttundi nóvember er sjálfur Röntgendagurinn og því kjörið fyrir allt röntgenfólk að nota tækifærið og gera sér glaðan dag um leið og það kynnir sér þessa nýju, alstafrænu myndgreiningarstöð. Þeir sem vilja vinna svolitla heimavinnu geta litið á grein Sigurðar Sigurðssonar um Öldrunarrannsókn Hjartaverndar.

Eftirfarandi boð var sent frá Hjartavernd:

Kæri viðtakandi.
Starfsfólk myndgreiningardeildar Hjartaverndar verður með opið hús föstudaginn 8. nóvember 2002, kl. 19.30. Af því tilefni viljum við bjóða þér að heimsækja okkur í Hjartavernd, kynnast starfseminni og þiggja léttar veitingar.
Á myndgreiningardeildinni er unnið að rannsóknum sem tengjast Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, en það er samvinnuverkefni Hjartaverndar og Bandarísku heilbrigðisstofnunarinnar. Um er að ræða eina stærstu faraldsfræðirannsókn sem um getur þar sem myndgreining kemur við sögu.
Starfsfólki fyrirtækja á Íslandi sem tengist myndgreiningu á einn eða annan hátt verður boðið á kynninguna þ.m.t. starfsfólki myndgreiningardeilda heilbrigðisstofnanna, þjónustufyrirtækja og umboðsaðila tækjabúnaðar deildarinnar.
Það er einlæg von okkar að þú sjáir þér fært að mæta á kynninguna sem verður í Holtasmára 1 (4. hæð), Kópavogi. Vinsamlegast tilkynntu komu þína með því að endursenda þetta bréf eða hafa samband við undirritaðan.
Fyrir hönd starfsfólks myndgreiningardeildar Hjartaverndar,
Með kveðju, Sigurður Sigurðsson, Hjartavernd Holtasmára 1, 201 Kópavogur.


Hægt er að hafa samband við Sigurð um netfang hans eða í síma Hjartaverndar, 535 1800. 

Dagskrá opna hússins er svohljóðandi:

Kl. 19:30  býður Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar, gesti velkomna.
Kl. 19:50 verður gestum vísaður vegur á myndgreiningardeild þar sem starfsmenn kynna einstaka hluta Öldrunarrannsóknarinnar sem þar fara fram.
Samhliða verður boðið upp á léttar veitingar og ekki er tímasett hvenær kynningunni lýkur.

  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *