Nýtt um joðskuggaefni

Í nýjum bæklingi Svensk Förening för Medicinsk Radiologi (Svensk Förening för Medicinsk Radiologi – Medlemsforum Nr. 1 2006) er tilvísun í nýjar viðmiðanir við notkun joðskuggaefna. Þetta er undir tilvísunninni:

http://www.sfmr.se/sok/riktlinjer.htm

Þarna er meðal annars að finna eftirfarandi skjöl sem hægt er að hlaða niður:

Ráðleggingar um notkun joðskuggaefna – Word
Ráðleggingar um notkun joðskuggaefna – pdf

Viðbrögð við ofnæmisviðbrögðum vegna joðskuggaefna – Word
Viðbrögð við ofnæmisviðbrögðum vegna joðskuggaefna – pdf

– Tékklisti fyrir röntgendeild eða legudeild áður en sjúkl. fær joðskuggaefni – Word
– Tékklisti fyrir röntgendeild eða legudeild áður en sjúkl. fær joðskuggaefni – pdf

– Fyrirmæli til tilvísandi lækna og deilda eftir gjöf á joðskuggaefni – Word
– Fyrirmæli til tilvísandi lækna og deilda eftir gjöf á joðskuggaefni – pdf

– Spurningalisti fyrir sjúklinga áður en skuggaefni er gefið – Word
– Spurningalisti fyrir sjúklinga áður en skuggaefni er gefið – pdf

– Ráðleggingar til utanspítala (ambulant) sjúkl. eftir ranns. með joðskuggaefni – W 
– Ráðleggingar til utanspítala (ambulant) sjúkl. eftir ranns. með joðskuggaefni – pdf

Hægt að vinna eigin leiðbeiningar
Skjölin eru bæði sem .pdf skjöl og Word skjöl. Hér er um tilmæli að ræða og ætlast er til að deildir geti breytt og endurbætt þessi fyrirmæli og ráðleggingar eftir því sem hæfir eigin rekstri. Hægt er að notast við þessi skjöl við gerð eigin fyrirmæla. Þær reglur sem notaðar eru í Svíþjóð eru heldur strangari og nákvæmari en þær reglur sem stuðst er við í Evrópu, sjá undir:

http://www.esur.org/ESUR_Guidelines_NEW.6.0.html

Alltaf
þarf að reikna se-kreatínin úthreinsun
Vert er að minna enn og aftur á að se-kreatínin er ekki nægjanlegt sem viðmið til að ákveða hvort sjúklingur má fá joðskuggaefni eður ei. Notast verður við útreiknaða se-kreatínin úthreinsun.
Sem betur fer er það einfalt mál. Við þann útreikning er se-kreatínin gildið notað ásamt aldri sjúklings, þyngd og kyni. Sjá Gæðavísi…


Þurfum að gera betur
Þessi mál eru því miður í töluverðu ólagi hér á landi og vonandi finnur röntgenfólk hér áhugaverða lesningu.

27.11.06  Viktor Sighvatsson
     

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *