Nýjung í stafrænum röntgenrannsóknum

 
Á næstunni stefnir í miklar breytingar á myndgreiningu í slysatilfellum. Tækni sem upphaflega var þróuð til að leita stolinna demanta í líkama námuverkamanna nýtist nú til að bjarga mannslífum.

Fréttir í heimspressunni og á Íslandi
Sagt var frá þessu í Associated Press 13. júní og daginn eftir birtist stutt grein í Morgunblaðinu. (Að sjálfsögðu kom þetta einnig fram í næstu útgáfu Arnartíðinda, 16. júní!)

Framþróun í þekktri tækni

Að grunni til er um að ræða beina stafræna röntgenmyndatöku (Direct Digital Radiograpy, DDR) en stóri munurinn er að hægt er að mynda allan líkamann í einu, á 13 sekúntum, án þess að hreyfa sjúklinginn. Geislaálag af svona rannsókn mun aðeins vera um 25% af því sem nú er venjulegt að sé á sjúkling við röntgenmyndatöku frá toppi til táar.

Fyrsta tækið utan Suður – Afríku

Tæki af þessari gerð, sem kallast Statscan og fyrirtækið Lodox Systems framleiðir, eru þegar í notkun á nokkrum Suður – Afrískum sjúkrahúsum en í október síðastliðnum fékkst samþykki FDA fyrir notkun þeirra í Bandaríkjunum. Fyrsta tækið þar var tekið í notkun um miðjan júní, á University of Maryland Shock Trauma Center og mun kosta um 400.000 dollara (u.þ.b. 35 milljónir ísl. króna, á núverandi gengi).

Draumur myndgreiningarfólks?

Skýrar myndir af öllum líkamanum á örskotsstundu með litlu geislaálagi… er þetta ekki draumur alls myndgreiningarfólks?

Nánari upplýsingar

Meira er hægt að lesa um þetta á vefsetrum Shock Trauma Center og Lodox Systems
 

16.06.03 Edda Aradóttir.
Uppfært 25.08.03. EGA.


  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *