Tvær nýjar leitarvélar, sérhæfðar fyrir myndgreiningu, voru opnaðar í lok síðasta árs, Goldminer og Yottalook. Leit með þeim skilar myndum með áberandi meiri gæðum en þegar almennar leitarvélar eru notaðar, enda leita þessar tvær eingöngu í “peer-reviewed” læknisfræðilegu myndefni.
Mikil vinna að baki
Það er The American Roentgen Ray Society sem rekur Goldminer en Yottalook er
#img 1 #sprottin af grunni verkefnis sem kynnt var á RSNA 2006 og kallaðist GoogleMIRC.
Dr. Charles E. Kahn er yfirmaður upplýsingatækni myndgreiningar við Medical College of Wisconsin og hann þróaði Goldminer. “Það má eiginlega kalla þetta myndgreiningar-PubMed”, var haft eftir honum í Diagnostic Imaging. “Myndir sem birtast í veftímaritum um myndgreiningu geta verið hreinn fjársjóður en það er ekki alltaf einfalt að finna þær.”
Guðfaðir Yottalook er dr. Khan M. Siddiqui, yfirmaður upplýsingatækni myndgreiningar og hjartarannsókna með CT og MR við VA Maryland Health Care System. “Röntgenlæknar eru farnir að nota vefleit sem hjálpartæki við greiningu”, er haft eftir honum í Diagnostic Imaging. “Ég og samstarfsmenn mínir sáum þörf fyrir sérhæfðari leitarvél”.
Hvor um sig er sérstök
Bæði Yottalook og Goldminer bjóða upp á síun eftir myndgerðartækni (t.d. CT, MR, PET, o.s.fr), ásamt aldri og kyni sjúklings. Hvor um sig hefur þó sína sérstöðu. Goldminer leitar eftir merkingu leitarorða ekki aðeins röð bókstafa. Ef sjúkdómur greinist t.d. í mismunandi undirflokka skilar hún myndum af öllum undirflokkum þó aðeins sé notað
#img 2 #nafn eins þeirra sem leitarorð.
Goldminer leitar aðeins í fimm tímaritum og vefsíðunni EuroRad.org en Yottalook er ekki takmörkuð á þann hátt. Hún hefur einnig reynst betur við leit að samsettum hugtökum, t.d. acetabular dysplasia.
Augljósasti munur leitarvélanna tveggja er sá að Goldminer birtir smámyndir (thumbnails) sem hægt er að smella á til að sjá myndina í fullri stærð, ásamt slóð sem leiðir notandann að greininni sem myndin birtist í. Aðstandendur Yottalook eru ekki búnir að ganga frá höfundarréttarmálum á þann veg að þeir geti merkt myndir og birt smámyndir, en unnið er að þeim málum.
Það verður gaman fyrir myndgreiningarfólk að fylgjast með þróun þessara leitarvéla og allir í faginu ættu að geta haft not af þeim.
Að mestu leyti snarað úr Diagnostic Imaging frá 12. janúar 2007.
22.01.07 Edda Aradóttir edda@raforninn.is