Ný blývörn fyrir stúlkubörn#img 2 #
Ný gerð blývarnar fyrir stúlkubörn

Í vinnu minni á Rikshospitalet í Oslo hef ég myndað mikið af barnamjöðmum og oft verið í vandræðum með ovarialblývörnina á ung stúlkubörn. Fyrir það fyrsta er minnsta stærðin í flestum tilvikum of stór, einnig er erfitt að staðsetja hana rétt og svo færist hún úr stað mjög léttilega ef barnið hreyfir sig. Eftir árangurslausa leit að minni ovarialblývörn, ákváðum við þrjár starfssystur að reyna að hanna sjálfar hentugri blývörn.

Rannsóknarvinnan fólst í því að skoða röntgenmyndir af mjaðmagrindum ungra stúlkna og ákveða í samráði við röntgenlækni hvað væri nauðsynlegt að sæist á myndunum og hvað ekki, síðan að kanna hvar eggjastokkar liggja í svona ungum stúlkum. Ég rakst meðal annars á grein um litla rannsókn sem gerð var á staðsetningu eggjastokka og þar kom fram að hjá stúlkum 12 ára og yngri eru eggjastokkar mismunandi staðsettir. Þess vegna kviknaði sú hugmynd að hafa svona borða eða belti, sem ver eggjastokkana betur og um leið mjaðmakambana. Það er einnig léttara að staðsetja vörnina og hún helst betur á réttum stað.

Við vorum fyrst og fremst að horfa á aldurinn 0-4 ára og héldum að yrðum að gera tvær mismunandi stærðir. En við enduðum svo með þessa útgáfu sem hefur tvær mismunandi stórar totur og fer það eftir stærð barnsins hvora maður notar. Við erum í sambandi við fyrirtæki sem mum líklega framleiða þessa blývörn og einnig höfum við sótt um einkaleyfi á hönnuninni.
#img 1 #
Bára Oddsdóttir
Geislafræðingur
Rikshospitalet, Oslo
Baraodds77@msn.com  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *