Nephrogenic Systemic Fibrosis (NSF)

Nephrogenic Systemic Fibrosis (NSF) af völdum MR skuggaefnis er nokkuð sem nauðsynlegt er að myndgreiningarfólk kynni sér og geti svarað spurningum um. Nógar upplýsingar er að finna á vefnum, eins og um flest annað en það er gott að fá ábendingar um traustar vefsíður.

Nýlega birtist í veftímaritinu Diagnostic Imaging, grein sem segir frá nýrri skýrslu í marshefti American Journal of Roentgenology. Þar er farið yfir grunnatriði sjúkdómsins og tengsl hans við gadolininum skuggaefni, og gerð grein fyrir rannsókn á áhrifum skuggaefnisins á sjúklinga í himnuskiljun (dialysu). Útdrátt úr greininni er hægt að lesa frítt á vefnum en borga þarf fyrir hana í heild.

Einnig er bent á síðu Nephrogenic Fibrosing Dermopathy Research (ICNFDR) þar sem sagt er að upplýsingar um NSF séu uppfærðar ásættanlega oft og síðan bjóði upp á gott úrval tengla við aðrar vefsíður sem snúast um skyld efni.

Vefsetur International Society for Magnetic Resonance in Medicine (ISMRM) býður að sjálfsögðu miklar og góðar upplýsingar og rétt er að benda myndgreiningarfólki á að skoða ráðleggingar og reglur Food and Drug Administration (FDA) í Bandaríkjunum varðandi NSF.

Þannig hljómar hugvekja ritstjóra Arnartíðinda vikuna 3 – 9 mars 2008. 

030308 Edda Aradóttir edda@raforninn.is 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *