Námsbraut í geislafræði

Nýr deildarforseti, dr. Brynjar Karlsson, er tekinn til starfa við heilbrigðisdeild Tækniháskóla Íslands. Hann þarf mörgu að sinna varðandi námsbraut í geislafræði. 

Bréf til FG
Eitt af fyrstu verkum Brynjars var að senda formanni Félags geislafræðinga bréf sem svar við bréfum þeim sem FG sendi rektor THÍ í sambandi við þær stórfelldu breytingar sem orðið hafa við skólann. Bréfinu fylgdi ítarleg greinargerð þar sem farið var yfir það helsta sem félagsmenn hafa gert athugasemdir við varðandi framvindu mála í THÍ.
Bréfið og greinargerðin hafa nú verið tekið af vef THÍ (15.09.04 EGA)

Svarbréf fjögurra geislafræðinga til THÍ

Fjórir geislafræðingar, Erna G. Agnarsdóttir, Guðlaugur Einarsson, Guðrún Friðriksdóttir og Þórunn K. Hvasshovd, fundu sig knúna til að svara því sem fram kom í greinargerð Brynjars.
Svarbréf þeirra er hægt að lesa hér
 
Svar Félags geislafræðingar til THÍ  – 16.04.03
Þann 15.04. síðastliðinn sendi formaður FG svar við áðurnefndu bréfi deildarforseta Heilbrigðisdeildar THÍ.
Bréfið frá FG er hægt að lesa hér

Greinargerð formanns FG – 22.04.03
Í svari Félags geislafræðinga má greina nokkra viðhorfsbreytingu og í framhaldi af því vildi Jónína Guðjónsdóttir, formaður, bæta eftirfarandi greinargerð við þá umfjöllun sem hér er í gangi:
„Það er mat stjórnar FG að eins og staðan er í dag sé það ekki faginu til framdráttar að snúa baki við námsbrautinni í THÍ.  Þó beiðni hafi verið send til HÍ um að hefja kennslu í geislafræðum þar, hafa engin viðbrögð borist og fyrir liggur að það mun ekki verða á þessu ári úr þessu.  Næsta vetur mun því geislafræði eingöngu verða kennd í THÍ og neikvæð afstaða FG til námsbrautarinnar þar myndi líklega leiða til enn meiri skakkafalla en hún, og nemendurnir, hafa þurft að þola nú þegar.  Áhrif þess til lengri tíma litið gætu orðið mjög slæm.  Það dylst engum sem fylgst hefur með gangi mála að FG er ekki sátt við stöðu námsbrautarinnar eins og hún er í dag, en þó er ekki forsvaranlegt að okkar mati að FG standi að því að staðan versni. „


Vottun College of Radiographers 
Eitt af því sem fjallað er um í ofangreindum bréfum er mikilvægi vottunar hins breska College of Radiographers á námsbraut í geislafræði. Hana þarf að endurmeta með regulegu millibili og undanfarna daga hafa fulltrúar frá Bretlandi verið hér á ferð í þeim tilgangi. Niðurstaða þeirra er í stuttu máli sú að Tækniháskólinn heldur vottuninni með ýmsum skilyrðum. Sem dæmi má nefna að ráða verður fagaðila til yfirumsjónar („… identified professional lead…“) fyrir 1. ágúst næstkomandi. Einnig verður þá að vera búið að manna tvær heilar stöður fagaðila til kennslu („… whole time equivalent radiography members of staff…“) og þá þriðju fyrir 1. janúar 2004. 
Niðurstöðu bresku fulltrúanna er hægt að lesa hér.

Nánari upplýsingar frá THÍ  –  16.04.03
Eftir að hafa lesið fókusgrein ritstjóra Arnartíðinda sendi dr. Brynjar Karlsson nánari upplýsingar varðandi þau skilyrði sem nefnd eru hér að ofan.  

Faggildingin snýr að námsbrautinni

Í fyrsta lagi ber að taka fram að það er námsbrautin sem hlýtur faggildinguna en ekki Tækniháskólinn sem slíkur.

Ein kennslustaða er til

Þegar er ein kennslustaða í námsbrautinni þannig að einungis þarf að manna eina nýja stöðu fyrir 1. ágúst næstkomandi en tvær fyrir 1. janúar 2004.

Sviðstjóri verður valinn úr hópi kennara
Ekki þarf að ráða sviðstjóra sérstaklega til að uppfylla skilyrði um „… an identified professional lead be in post…“ heldur er um að ræða sviðstjóra námsbrautar í geislafræði sem valinn er úr hópi kennara.

Auglýst eftir lektorum

Eftir að hafa lesið bréf deildarforsetans, geislafræðinganna og einnig niðurstöðu bresku fulltrúanna er athyglisvert líta á auglýsingu um laus störf hjá ríkinu sem dagsett er 12.04.03.

Félagsfundur um málið NÝTT 02.05.03
Félag geislafræðinga boðar til fundar 7. maí, næstkomandi. Staða og framtíð náms í geislafræði verður eina málið á dagskrá. Allir geislafræðingar eru eindregið hvattir til að mæta!

Kynnið ykkur málið 
Allt myndgreiningarfólk er hvatt til að fylgjast vel með framvindu mála, mynda sér skoðun og hika ekki við að láta hana í ljós. Til dæmis með því að senda póst til ritstjóra Arnartíðinda.

14.04.03  Edda Aradóttir 
Viðbót 16.04.03, 22.04.03 og 02.05.03 EGA.   


       

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *