Nám á netinu.


Sífellt koma fram fleiri áhugaverðir möguleikar hvað varðar nám á netinu. Myndgreiningarfólki bjóðast hin margvíslegustu námskeið í ýmsum greinum fagsins; stutt, löng, almenn, sérhæfð, o.s.fr.

Um nám á netinu gildir það sama og margt annað… framboðið er yfirþyrmandi. Það þýðir þó ekki annað en að hver verður að leita eftir sínu áhugasviði og velja fyrir sig.

Á mörgum vefsetrum sem bjóða netnámskeið getur fólk tekið einhverskonar kynningarnámskeið gjaldfrítt og athugað hvernig því hentar þetta námsform. Þannig er til dæmis boðið upp á almennt námskeið um grunnatriði tölvusneiðmyndatöku hjá Learning.net.

Fleira má nefna í  þessum geira og er sérstaklega bent á Online Learning Center, sem er öflugt vefsetur fyrir myndgreiningarfólk. Einnig býður HealthStream upp á námskeið fyrir ýmsar heilbrigðisstéttir, og DistanceGradSchools.com, heldur utan um netnámskeið margra skóla.

Fyrir þá sem vilja skríða sjálfir um vefinn og skoða námsframboð, án afskipta köngullóarinnar á Arnartíðindum, getur verið áhugavert að skoða leiðbeiningar um netleit og leika sér svo með leitarorð, blanda saman „radiology“ og til dæmis „distance learning“ eða „online course“ og fleiru slíku.

Góða skemmtun!
Edda Aradóttir, 13.01.03. 
Uppfært 15.09.03 EGA 
        

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *