Öll þurfum við á símenntun að halda. Ein leiðin er nám á netinu (e-learning / online-learning). Framboðið eykst í sífellu og ætla ég mér ekki þá dul að kunna tæmandi skil á möguleikunum. Markmið þessara skrifa eru að vekja athygli á netnámi sem möguleika og hvetja myndgreiningarfólk til að kynna sér hann.
#img 3 #Ég ákvað að taka CT sem dæmi. Við getum til gamans hugsað okkur að eitthvað af þessu gæti komið þeim á Neskaupstað til góða, en eins og sagt var frá í fréttum RÚV laugardaginn 05.02.05 hefur Fjórðungssjúkrahúsinu þar verið færð peningagjöf fyrir fullkomnu CT tæki sem verður sett upp innan nokkurra mánuða.
Það fyrsta sem CT-fólk gerir er að líta á vefsetrið CTisus. Þar er hafsjór upplýsinga og mikill metnaður lagður í uppfærslu. Sem dæmi um nýtt efni má nefna vandað námskeið fyrir geislafræðinga „Multidetector CT for the Technologist„, og einnig uppfærslu á símenntunarefni fyrir röntgenlækna.
Efni um CT er einnig að finna á miklu fleiri stöðum. Einn þeirra er „Worldwide Learning Center„, sem býður upp á mjög marga flokka af námi á netinu, og annar „e-Learners„.
#img 1 #Einnig bjóða sumir tækjaframleiðendur upp á vefaðgang að kennsluefni og er hægt að leita að því á heimasíðum fyrirtækjanna. Sem dæmi má nefna „The Online Learning Center“ sem er undir merkjum Philips.
„Direct Education“ getur líka verið þess virði að skoða, þó frekar fyrir þá sem hafa hug á langskólagráðum heldur en þá sem vantar sérnámskeið á ákveðnu sviði, t.d. CT.
Fyrir nemana okkar og þá sem þurfa að rifja upp er ekki galið að líta á RTstudents.com en þaðan liggja leiðir í margskonar fræðslu- og námsefni.
#img 2 #Eins og fyrr var nefnt er þessari umfjöllun fyrst og fremst ætlað að vekja forvitni myndgreiningarfólks, þannig að það haldi áfram á eigin spýtur. Þið getið það nefnilega öll – langbest!
07.02.05 Edda Aradóttir edda@raforninn.is