Myndgreiningarsvið LSH

Fréttaskeyti frá Myndgreiningarsviði LSH.

Samsett eining
Myndgreiningarsvið LSH samanstendur af Röntgendeild í Fossvogi, Hringbraut og á Landakoti ásamt ísótópaeiningu á Hringbraut. Fjöldi fastra starfsmanna á Myndgreiningarsviði LSH er um 120 manns.

Mönnun og starfsmannamál
Mönnun deildarinnar er að verða nokkuð góð, þar sem nýútskrifaðir geislafræðingar fjölmenna til okkar þessa dagana. Síðastliðið ár voru geislafræðingar frá Noregi í afleysingum á röntgendeildinni, sem gaf mjög góða raun. Er gott að vita til þess, að hægt er að fá norðmenn hingað til afleysinga eitt og eitt ár í senn, þar sem offramboð er á geislafræðingum í Noregi.
Þá hefur læknamönnun verið góð og ánægjulegt er að unglæknar sækja í starf við deildina, sem bætir mjög nýliðun röntgenlækna.
Sí og endurmenntun starfsmanna er mikilvægur þáttur og er góð samvinna við Endurmenntun Háskóla Íslands. Þá má geta þess að nokkrir geislafræðingar eru nýkomnir af MR námskeiði í Berlín og fimm geislafræðingar fara á RSNA.

Endurnýjun tækja
Endurnýjun tækja er alltaf á dagskrá og næsta verkefni er að setja upp
DR tæki á Hringbraut á þessu ári, og í Fossvogi á næsta ári.
Nýleg MR tæki eru bæði í Fossvogi og á Hringbraut, og er nýting þeirra góð.
Þá stendur til að endurnýja gamma kameru á ísótópaeiningu á Hringbraut.

Rafræn þjónusta
Deildin er filmulaus og pappírsleysi er handan við hornið, en mikill meirihluti innsendra beiðna kemur nú þegar á rafrænu formi.
Rafræn tenging er komin á við Selfoss og Akranes, þannig að röntgenlæknar
LSH lesa úr rannsóknum fyrir báða staðina.

30.maí 2007
Deildarstjóri. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *