MÓSA

Heilbrigðisstarfsfólk þarf að vera vakandi fyrir hættu af Meticillin Ónæmum Staphylococcus Aureus. Skýrar reglur þurfa að vera til á hverjum stað, einnig á myndgreiningareiningum.
 

#img 1 #
Myndgreiningarfólk kannast við MÓSA-smit og þarf öðru hverju að gera rannsóknir á fólki sem er með slíkt smit eða umgangast verður sem MÓSA bera. Bæði á Vísindavef Háskóla Íslands og vef Landspítala – Háskólasjúkrahúss má finna góðar útskýringar á því hvað MÓSA er.


MÓSA berst fyrst og fremst milli manna með snertingu og handhreinlæti er einn mikilvægasti þátturinn í að hindra útbreiðslu. Fyrir nokkru birti undirrituð grein um handhreinlæti, hér á vefsíðunni og í
#img 5 #henni eru tenglar við ítarefni frá dönskum geislafræðingi sem vann, ásamt félögum sínum, athyglisverða rannsókn á handhreinlæti heilbrigðisstarfsmanna. Það er full ástæða til að minna myndgreiningarfólk á að við erum heilbrigðisstarfsmenn og verðum að haga okkur sem slíkir, til dæmis varðandi það að bera ekki skartgripi á höndum við vinnu okkar.

Myndgreiningardeildir sjúkrahúsa búa við það öryggi að aðrar deildir, f.o.f bráðamóttaka, sjá um að úrskurða hverjir eru mögulegir MÓSA berar og láta starfsfólk
#img 2 #myndgreiningardeildar vita af því áður en rannsókn fer fram.
#img 3 #Nauðsynlegt er að allar myndgreiningardeildir hafi vinnureglur um slík tilvik aðgengilegar starfsfólki.
Hjá einkareknum myndgreiningareiningum eru tilvísandi læknar að sjálfsögðu búnir að skoða sjúkling áður en hann er sendur í rannsókn og mögulegum MÓSA bera yrði væntanlega vísað beint á sjúkrahús.


Þegar leitað er upplýsinga hjá Landlæknisembættinu varðandi MÓSA er vísað beint í ítarlegar og vel unnar reglur á vef LSH. Þar er að finna upplýsingar um flesta fleti málsins en það sem helst nýtist myndgreiningarfólki eru kaflarnir: „Rannsóknir og aðgerðir“ og “Flutningur sjúkl. milli deilda”.



#img 4 #Ekki má heldur gleyma þeim Íslendingum sem vinna við afleysingar erlendis og erlendu myndgreiningarfólki sem kemur hingað til vinnu, um lengri eða skemmri tíma. Samkvæmt því sem fram kemur hjá LSH um  MÓSA-leit hjá starfsmönnum og nemum þurfa allir sem hafa unnið á sjúkrastofnun í öðru landi á síðastliðnum sex mánuðum að láta ganga úr skugga um að þeir beri ekki MÓSA, áður en þeir mega hefja störf hérlendis. Yfirleitt þarf að bíða í tvo sólarhringa eftir að sýni er tekið, þar til svar fæst, og þetta er nokkuð sem fólk þarf greinilega að reikna með þegar það skiptir um vinnustað.

Ef unnið er skynsamlega eftir þeim reglum sem fyrir hendi eru, og þær staðfærðar þar sem það á við, getur myndgreiningarfólk fundið til öryggis í starfi og lagt sitt af mörkum við að hefta útbreiðslu alvarlegra sýkinga.

20.06.05 Edda Aradóttir edda@raforninn.is 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *