Minna frænka – Pediatric Community.

Myndgreining barna, og sérstaklega geislaálag í CT, hefur verið mikið í fókus undanfarið, með umfjöllun um t.d. Image Gently herferðina. Litlu sjúklingarnir okkar eru mikilvægir og Minna frænka í Ameríku er sama sinnis.

Vefsetur Minnu frænku (www.auntminnie.com) skiptist í fjölmarga hluta, meðal annars “communities” sem er sérlega skemmtilegt að þýða sem líffélög (það er í orðabók!). Hvert þeirra er myndað í kringum ákveðinn þátt læknisfræðilegrar myndgreiningar, t.d. stafrænt röntgen, MR, PACS, stjórnun o.s.fr. Eitt af nýrri líffélögunum, Pediatric Community, snýst um myndgreiningu barna og þar má finna ógrynni af efni sem nýtist flestöllu myndgreiningarfólki hérlendis, því flest þurfum við að rannsaka börn í daglegri vinnu okkar.

Til dæmis var þar nýlega bent á grein í Pediatric Radiology um ALARA í myndgreiningu barna.
Sjálfsagt er fyrir myndgreiningarfólk að fylgjast með á auntminnie.com og læra að nýta sér alla hluta hennar. Þessa dagana er ekki úr vegi að beina athyglinni sérstaklega að þeim hluta sem snýr að minnstu… og viðkvæmustu… sjúklingunum.

Að vanda er hér með minnt á að til að nýta sér efni Minnu frænku að fullu þarf notandanafn og lykilorð. Hvort tveggja er mjög einfalt að búa til og það kostar ekki neitt.

20.10.08 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *