Meiri sameindamyndgreining

Sameindamyndgreining er áhugavert og vaxandi svið fyrir myndgreiningarfólk að teygja sig inn á. Auðvelt er að finna góðar vefsíður með efni fyrir þá sem vilja læra meira og þeir sem ætla á RSNA geta að sjálfsögðu kynnt sér þar margt um sameindamyndgreiningu.

Góð byrjun
Í fókusgrein dagsettri 13.11.06 var fjallað um námskeið sem þá hafði nýlega verið
#img 6 #haldið hjá EHÍ. Í framhaldi af því er gaman að forvitnast meira um sameindamyndgreiningu og ein af vefsíðunum sem gott er að byrja á er síða á vegum Stanford University, www.mi-central.org. Þar er heilmikið af skýru og góðu fræðsluefni. Bent er á rannsóknaniðurstöður, greinar og skýrslur, vísað á bækur um efnið og gefnar orðaskýringar og orðalistar. Einnig eru auglýstar ráðstefnur og námskeið víða um heim.

Stanford University heldur einnig úti síðu sem snýst um rannsóknir innan háskólans tengdar sameindamyndgreiningu: http://mips.stanford.edu.

RSNA

#img 1 #Á RSNA í Chicago er alltaf hægt að ganga að því nýjasta í faginu vísu. Í ár verður engin undantekning þar á og meðal þess fjölmarga sem er á boðstólum er mikið efni um sameindamyndgreiningu. Samantekt um það helsta má finna í undirsérgreinabæklingi RSNA um þessa grein. 

Ein af nýjungunum á RSNA 2006 er sérstakt svæði á McCormick Place tileinkað sameindamyndgreiningu,
#img 2 #Molecular Imaging Zone, og ætti enginn sem heimsækir ráðstefnuna að láta það fram hjá sér fara. 

Félagasamtök og ráðstefnur
Tvö stór samtök ber hæst hjá þeim sem vinna við eða
#img 3 #hafa áhuga á sameindamyndgreiningu: The Society for Molecular Imaging (SMI) og The Academy of Molecular Imaging (AMI). Vefsetur beggja samtaka innihalda mikinn fróðleik og
#img 4 #opna fólki möguleika á samskiptum við starfsfélaga í öðrum löndum.
Sameiginlega halda SMI og AMI ráðstefnu í september 2007 og full ástæða fyrir myndgreiningarfólk að fylgjast með hvað verður þar á boðstólum.

Ekki má svo gleyma Society of Nuclear Medicine (SNM) sem hefur tekið fagnandi við
#img 5 #sameindamyndgreiningunni sem viðbót við ísótóparannsóknirnar og á vefsetri samtakanna er margt fróðlegt að finna.
Árleg ráðstefna SMN fer fram í júní 2007 og stefnir í að verða fjölbreytt og fræðandi.

Gagn og gaman
Vonandi getur myndgreiningarfólk haft gagn af þessum punktum við leit sína að fræðsluefni varðandi sameindamyndgreiningu. Þeir sem finna fleiri áhugaverðar vefsíður mega gjarna endurgjalda greiðann með því að senda undirritaðri slóðir að þeim 🙂

20.11.06 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *