CT og MR urografía
Undirritaður sótti fróðlegt málþing (State-ofthe-Art Symposium) um CT og MR urografíu. CT og MR verða sífellt mikilvægari rannsóknaraðferðir á þavagfærum einkum á kostnað hefðbundinnar urografíu. Hinar einstöku stofnanir framkvæma rannsóknirnar á mismunandi hátt og einnig er breytilegt hvernig myndefnið er skoðað eða framsett.
R.H. Cohan frá Ann Arbor vill nota fullkomna 3 fasa CTU (CT urografíu). Sjúklingi er gefið saltvatn í æð fyrir rannsókn. Byrjað er á fasa án skuggaefnisgjafar, síðan gefið 150 ml af skuggaefni í æð. Nefrografískur fasi eftir 100 sek. og endað á útskilnaðarfasa eftir 12 mín. Mikilvægt er að velja sjúklinga í rannsóknina þar sem geislaskammturinn er stór ( 27 mSV hef ég skrifað hjá mér). Mikill meirihluti sjúklinga sem grunaðir eru um æxli í þvagfærum eru komnir yfir miðjan aldur og því sé geislaálagið ekki sérstakt áhyggjuefni. Cohan mælir með endurunnum coronal myndum 2mm þykkum og segir í flestum tilvikum nægilegt að skoða coronal myndirnar. Hann segir að falsk kákvæð greining skýrist oftast af hlykkjum á þvagál, áberandi pyramidum í nýrum og partial volume truflunum. Falsk neikvæð greining stafi oftast af segmentum í safnkerfinu sem eru illa skuggaefnisfyllt eða illa þanin.
S.K: Morcos frá Sheffield lýsti takmarkaðri aðferð við CTU sem notuð er í stað urografíu við venjubundna uppvinnslu þvagfæravandamála svo sem blóðmigu. Þeirra aðferð er að mynda fyrst efra kviðarhol án skuggaefnis. Síðan eru gefnir 50 ml af skuggaefni 300 mgI/ml ásamt 10 mg af furosemide (Lasix). Sjúklingi er snúið nokkrum sinnum áður en allt kviðarhol er myndað 5 mín. eftir skuggaefnisgjöf. Morcos segir takmörkuðu aðferðina hafa ýmsa kosti framyfir 3 fasa rannsókn, einkum minni geislaskammta (meðaltal 4,7 mSV). lægri kostnað og tímasparnað. Í völdum tilfellum notar Morcos 3 fasa aðferð ef talin er þörf á hámarks upplýsingum, einkum við greiningu á óþekktri fyrirferð í nýra. Gallar aðferðarinnar eru einkum ófullnægjandi nefrografískur fasi og óvæntar kalkanir í þvagál eða þvagblöðru.
N.C. Cowan frá Oxford fjallaði um ábendingar CTU. Aðalábendingin er greining urothelial æxlasem oftast gefa sig til kynna með blóðmigu, sjaldnar með víkkun safnkerfis. Aðrar ábendingar eru fyrirferð í nýra, verkur í síðu, endurteknar þvagfærasýkingar, æxli í grindarholi og 3D vinnsla vegna perkutan inngripa. Cowan segir mikilvægt að greina milli sjúklingahópa þegar rannsóknaraðferð er valin. T.d. á 28 ára gömul kona með smásæja blóðmigu ekkert erindi í CTU á meðan aðferðin er kjörrannsókn fyrir 78 ára reykingamann með sýnilega blóðmigu.
C.C.A. Nolte-Ernsting frá Hamborg fjallaði um MR urografíu. Notaðar má tvær mismunandi aðferðir. Annars vegar T2 turbo spin-echo myndaraðir sem eru óh´ðar nýrnastarfsemi og hins vegar T1 gradient echo myndir eftir skuggaefnisgjöf. Seinni aðferðin hefur verið nefnd excretory MRU. Algengustu ábendinar MRU hafa verið hjá börnum og ófrískum konum til þess að forðast geislun eða hjá sjúklingum sem ekki þola joðskuggaefni. MRU hentar vel til að rannsaka meðfædda galla, ígrædd nýru, þvagfæri eftir skurðaðgerð og sem frekari rannsókn við greiningu á æxlum. Sérstaklega er bent á þann möguleika að gera MRU í tengslum við aðrar MR rannsóknir sem framkvæma þarf og forðast þannig margar, dýrar og tímafrekar rannsóknir.
Halldór Benediktsson
Myndgreiningarlæknir, FSA