Á netflakki rekst maður á margt forvitnilegt og gaman er að deila því með öðrum.
#img 1 #Athyglisvert efni má t.d. finna á síðu undir merkjum Pennsylvania State University í Bandaríkjunum. Byrjað var að vinna hana árið 1995 og grunnurinn er safn skyggna (slides) sem gefið var út í tilefni 100 ára afmælis uppgötvunar Röntgens. Síðan ber yfirskriftina „A Century of Radiology“ og smátt og smátt er verið að bæta við hana en höfundarréttur alls efnis er í höndum Radiology Centennial Inc.
Segja má að þarna sé sett fram mannkynssaga geislanotkunar og hún er skoðuð frá bæði hefðbundnum og óvenjulegum sjónarhornum. Eins og búast má við er fjöldann allan af myndum að sjá á síðunni og þar er hægt að smella á hverja þeirra til að sjá hana stærri.
Almenningsálit á geislun, Radiation And The Popular
#img 2 #Imagination, er eitt þeirra. Þar er bent á hversu stórfenglegar sveiflur geta verið í viðhorfi almennings til geislunar. Hún er ýmist allra meina bót eða lúmskur sjúkdómsvaldur, leikfang eða drápstæki.
#img 3 #Þessar sveiflur eru ef til vill eðlilegar vegna þess að víst getur geislun verið allt þetta og margt fleira. Athyglisverður kafli ber nafnið The Terrible Power Of The Rays. Efnið er kunnuglegt þeim sem vinna við myndgreiningu, skelfilegar sögur af því hvernig skaðleg áhrif geislunar uppgötvuðust.
Færri hafa sennilega séð margt um upphaf röntgendeilda á sjúkrahúsum.
#img 4 #Finding A Place For X-rays In The Hospital segir sögu þess hve erfitt gat verið að fá íhaldssamt fólk í heilbrigðisþjónustu til að viðurkenna gagnsemi þessarar nýju rannsóknatækni. Skurðlæknir sem fylgdist með kynningu á röntgenmyndum rétt fyrir aldamótin 1900 sagði eitthvað í þessa áttina: „Ég sé svosem beinbrot og aðskotahluti í útlimum en hvað varðar röntgenmyndir af brjóst- og kviðarholi er allt mun óskýrara. Frank Williams (röntgenlæknir) var að sýna einhverjar plötur og segja ykkur að þarna væri hjartað og þarna lungun. Sjálfur sé ég ekki nokkurn skapaðan hlut á þessum plötum og efast satt að segja um að hann sjái nokkuð heldur.“
Augnablik… kannast nokkur við viðhorfið?
#img 5 #Einnig kveður við kunnuglegan tón í kaflanum Selling The Tradition Of Innovation þar sem fjallað er um það að koma stjórnendum sjúkrahúsa í skilning um að endurnýja þurfi búnað, jafnvel þótt eldri búnaður sé enn starfhæfur.
Inn í þetta kemur markaðssetning og auglýsingar sem til dæmis má lesa um í kaflanum New Avenues For Advertising. Þar sést meðal annars að fyrsti vísir að tækjasýningu á ráðstefnu, eins og til dæmis á ECR þessa dagana, var árið 1902 á fundi American Roentgen Ray Society.
Þar hefur enginn getað séð fyrir stafrænan myndgreiningarbúnað, stórar vinnustöðvar og PACS en þörf á skipulagðri gagnageymslu kom fljótt í ljós. Í kaflanum Dangers And Difficulties In Early Hospital Work segir m. a. frá skrá sem byrjað var að halda á German Hospital í Fíladelfíu árið 1903. Eftir sex ár innihélt hún gögn um yfir 7000 röntgenrannsóknir. Einnig var snemma reynt að staðla röntgensvör svo minni hætta væri á misskilningi.
Eitt af því sérstakasta sem sjá má á „A Century of Radiology“ er fjöldi
#img 6 #frímerkja sem tengjast geislanotkun á einhvern hátt. A Philatelic History of Radiology. Hverjum hefði t.d. dottið í hug að til væru frímerki með skuggaefni sem meginþema?
Öllu augljósara er að Marie Curie komi við sögu og hún á sinn sess bæði í frímerkjasögunni og History of Women in Radiology. Þar má einnig lesa um fleiri kjarnakonur en hér, eins og annarsstaðar á spjöldum sögunnar, hafa konur talsvert lent í skugga karlanna.
#img 7 #Ein þeirra, röntgenlæknir, skipti reyndar um kyn, eftir því sem hægt var á þeim tíma, tók sér karlmannsnafn, hafði á sér karlmannsútlit og giftist meira að segja konu!
En „A Century of Radiology“ er athyglisverð síða fyrir allt myndgreiningarfólk, konur jafnt sem karla.
#img 8 #
10.03.03. Edda Aradóttir.