Mál í myndum.

Þessi fréttatilkynning barst frá Ingu Teitsdóttur, verkefnastjóra á Kennslu-og fræðasviði, SKVÞ, Landspítala.
Einnig er bent á athyglisverða grein um bókina „Mál í myndum“.

Mál í myndum. 
Út er komin á Landspítala myndabókin Mál í myndum, sem er afrakstur verkefnis sem unnið var á vegum kennslu- og fræðasviðs spítalans. Um er að ræða myndabók sem er ætlað að auðvelda samskipti milli starfsfólks og sjúklinga, íslenskra og erlendra, sem af ýmsum orsökum eiga erfitt með að tjá sig eða skilja hvað við þá er sagt. Bókin var forprófuð á nokkrum deildum spítalans á síðasta ári.

Bókin er 38 síður og 21×21 cm að stærð og er byggð upp af teikningum eftir læknisfræðilegan teiknara og ljósmyndum. Efnisþættir eru: Líðan, lyf og rannsóknir, matur, athafnir daglegs lífs, fatnaður, meðganga, sængurlega, orðalisti á ýmsum tungumálum og aftast er stafrófið og klukka. Blaðsíðurnar eru með þunnri plasthúð sem þolir sprittun.

Bókinni var dreift á allar sjúkradeildir Landspítala, en aðrir geta keypt bókina á netfanginu skv@landspitali.is. Nánari upplýsingar um bókina má finna í grein sem birtist í desemberhefti Tímarits hjúkrunarfræðinga 2007.

Með bestu kveðju, 
Inga Teitsdóttir, verkefnastjóri
Kennslu-og fræðasviði, SKVÞ
Landspítali Fossvogi, 12-C.
Sími: 543-1474
GSM: 824-6566

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *