Í síðasta mánuði gaf FDA í Bandaríkjunum út tilkynningu þar sem fólki er ráðlagt að fjarlægja lyfjaplástra, t.d. nikótínplástra, áður en það fer í segulómun (MR). Í sumum af þessum plástrum er málmþynna sem getur valdið húðbruna í seglusviði MR tækja ef spólan liggur yfir staðinn sem plásturinn er á.
,
FDA vill aðvörun á plástra með málmi í.
#img 1 #Markmið FDA er að fá alla framleiðendur lyfjaplástra til að setja á umbúðir þeirra aðvörun til notenda og ráðleggingar um að fjarlægja plásturinn áður en farið er í segulómun. Skömmu eftir að tilkynningin var send út bætti FDA við hana lista yfir plástra sem eru á markaði í Bandaríkjunum og innihalda málm, án þess að slík aðvörun sé á umbúðunum. Engir af þessum plástrum eru á markaði hérlendis, a.m.k. ekki undir sömu nöfnum en taka verður með í reikninginn að oft eru sömu lyf seld undir mismunandi nöfnum í Bandaríkjunum og Evrópu.
Fleiri plástrar á Bandaríkjamarkaði innihalda málm en það kemur þá fram á umbúðum þeirra, ásamt fyrrnefndri aðvörun.
Grein um þetta birtist á auntminnie.com og þægilegast er að slá einfaldlega orðin „drug patches“ inn í leitarvélina efst til hægri á forsíðunni, þá finnur hún þessa grein.
Notandanafn og lykilorð er nauðsynlegt til að lesa hana en þau fást endurgjaldslaust og á einfaldan hátt hjá Aunt Minnie.
Nikótínplástrar á Íslandi.
Hér á landi eru einungis tvær tegundir nikótínplástra á markaði, Nicorette og Nicotinell.
#img 2 #Ég hafði samband við Gauta Einarsson, lyfjafræðing hjá Lyf og heilsa, og hann hafði ekki heyrt um þessa mögulegu áhættu af lyfjaplástrum en varð strax mjög áhugasamur. Hann sagði að á umbúðum Nicorette nikótínplástra tæki innihaldslýsing á öllum efnum í plástrinum sjálfum og þar kæmi ekki fram neitt um málm en á umbúðum Nicotinell plástranna væri innihaldslýsingin takmarkaðri. Þó liti út fyrir að enginn málmur væri í nikótínplástrum sem eru á markaði hérlendis.
Aðrar tegundir lyfjaplástra.
#img 3 #Aðrar tegundir lyfjaplástra geta einnig innihaldið málm, bæði þær sem seldar eru í apótekum og einnig t.d. megrunarplástrar sem seldir eru í heimakynningum eða á netinu.
Bæta á spurningalista fyrir MR rannsóknir.
Ég vek eindregið athygli á að einungis örfá tilvik um bruna af lyfjaplástrum í MR eru þekkt í
#img 4 #Bandaríkjunum og líklegt er að hætta á slíku sé lítil. Engu að síður er ástæða til að hafa þetta í huga og ráðlegt er að bæta spurningu um notkun lyfjaplásturs á spurningalista sem sjúklingar svara fyrir segulómskoðanir.
Þegar ég hringdi á allar MR stofur á landinu, sem eru sex talsins, kannaðist starfsfólk á helmingi þeirra við þessa mögulegu áhættu af lyfjaplástrum og á einni er spurning um lyfjaplástranotkun á spurningalista til sjúklinga. Þar sem ég er norðanstúlka get ég ekki stillt mig um að taka fram að það er á myndgreiningardeild Sjúkrahússins á Akureyri! Í Hjartavernd eru eins og er eingöngu gerðar segulómskoðanir af höfði og óþarft að hafa áhyggjur af plástrunum á meðan svo er, því þeir eru settir á aðra líkamshluta.
Hvergi vissi fólk dæmi þess að svona brunar hefðu komið fram hérlendis.
Allar nánari upplýsingar og athugasemdir varðandi lyfjaplástra og MR eru mjög vel þegnar.
20.04.09 Edda Aradóttir edda@raforninn.is