Í deiglunni er efnisflokkur hér á vefsetrinu þar sem hægt verður að skoða lokaverkefni geislafræðinema.
Agnes Guðmundsdóttir ríður á vaðið og er BSc ritgerðin hennar birt hér. Síðan er ætlunin að nálgast sem flest lokaverkefni síðustu ára og að sjálfsögðu þau sem unnin verða á næstu árum.
Mikil vinna er lögð í lokaverkefnin og í þeim eru margskonar upplýsingar sem áhugaverðar eru fyrir alla starfsmenn í myndgreiningu og geta komið þeim að gagni í vinnu. Það hlýtur því að vera til hagsbóta fyrir fagið að gera ritgerðirnar aðgengilegar sem flestum á auðveldan hátt.
Fylgist með á raforninn.is!
19.05.03 Edda Aradóttir.