Lógó myndgreiningar

#img 2 #Mynd segir meira en þúsund orð og einföld tákn geta oft gefið miklar upplýsingar. Forsvarsmenn allra fyrirtækja vilja að þau eigi flott lógó og telja það skipta máli fyrir viðhorf fólks. Hvaða tákn fylgja myndgreiningu og hvað getum við gert til að breyta þeim?

Lógó myndgreiningar
Ég hef áður slegið fram þeirri hugmynd að myndgreining sem heild þyrfti að eiga tákn
#img 1 #sem ekki tengdist geislun, beinagrindum eða öðru fráhrindandi. Nýlega var birt frétt á síðu Geislavarna ríkisins um nýtt merki sem Alþjóða kjarnorkumálastofnunin hefur kynnt og er ætlað til að merkja geislagjafa sem geta verið lífshættulegir. Hönnuð voru nokkur tákn og síðan prófuð í ellefu löndum, síðan valið eitt sem nú hefur verið skilgreint í alþjóðlegum staðli.

Jákvætt merki
Fyrst hægt er að leggja svo mikla vinnu í hönnun hættumerkis ætti að vera hægt að leggja vinnu og peninga í hönnun merkis sem ætlað væri að merkja myndgreiningarstaði á jákvæðan hátt. En hversu breið samstaða ætli mundi nást um þetta? Merki fyrir Ísland? Öll Norðurlöndin? Evrópustaðlað merki? Alþjóðlegt merki?

Alþjóðlegt merki
Mér finnst alltaf skemmtilegast að ráðast strax á garðinn þar sem hann er hæstur frekar en að klöngrast fyrst yfir þar sem hann er lægstur og síðan hærra og hærra. Þess vegna er minn draumur um alþjóðlegt merki. Ef til vill dálítið fjarlægur en það er nógur tími til að láta hann rætast. Það eru til samtök myndgreiningarfólks í öllum heimsálfum og þau ættu að geta unnið saman að svona ópólitísku málefni, ef yfirleitt er hægt að tala um að eitthvað sé ekki pólitískt.

Framkvæmanlegt?
Gaman væri að heyra skoðanir íslensks myndgreiningarfólks á þessu. Er svona merki
#img 3 #eitthvað sem engu máli skiptir og nær að setja peninga í eitthvað þarfara? Er einhver von til þess að samstaða næðist um merki og þá hversu breið? Ef fólki finnst hugmyndin góð, hvaða leið væri hægt að fara til að koma henni á framfæri?

Listamenn óskast
Síðast en ekki síst væri frábært ef listrænt fólk í faginu sendi hugmyndir að “lógói myndgreiningar” til undirritaðrar. 

26.03.07 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *