Leitið upplýsinga á raforninn.is


Google er göldrótt en stundum gera litlar leitarvélar gott gagn. Fyrir þá sem vilja leita að ákveðnu efni á raforninn.is er gott að nota leitarvélina á forsíðunni. Hún gagnast líka vel þeim sem vilja nota íslensk leitarorð til að finna efni um myndgreiningu.

Leitarvélin okkar lætur lítið yfir sér þar sem hún kúrir neðst í vinstra horni forsíðunnar en margur er knár þó hann sé smár. Þessi leitarvél hefur þann ótvíræða kost að raða niðurstöðum skipulega upp eftir efnisflokkum á síðunni og birtingartíma.
Sem dæmi má nefna ef slegið er inn leitarorðið “Geislavarnir” lítur fyrsti hluti niðurstaðanna svona út:

#img 1 #
Þarna sést í hvaða efnisflokkum geislavarnir hafa verið nefndar og nýjasta efnið er neðst í listanum innan hvers flokks.
Einnig birtist nú möguleiki á nákvæmari leit, þ.e. “öll orð” eða “setning”. Í athugun er hjá þjónustuaðilanum, Spuna ehf., að bæta á forsíðuna hnappi sem opnar leið beint í nákvæmari leit.

Með því að nota möguleikann “öll orð” og fóðra leitarvélina á t.d. “geislavarnir ísótópar” styttist listinn til muna:

#img 2 #
Möguleikinn “setning” getur verið góður ef fólk man eftir einhverju ákveðnu sem vakti athygli þess í eitthvert skipti sem síðan var skoðuð. Leita mætti t.d. að “lækningar með geislavirkum efnum“, þá verður aðeins einn möguleiki eftir…

#img 3 #
…og mikið rétt, þarna er það sem leitað var að:

#img 4 #
Galli er að þegar búið er að leita eftir einhverju orði, fá langan lista og velja sér eitt atriði til að skoða betur, þarf að fara krókaleið til að komast til baka í listann. Þegar smellt er á “back”-örina birtist þetta…
#img 5 #

#img 6 #…og það er ekki nóg að smella á Refresh takkann… …því að þá kemur þetta:


#img 7 #
Listinn birtist síðan aftur þegar búið er að smella á Retry.

Þetta þyrfti að vera einfaldara og verið er að athuga, hjá Spuna ehf., hvernig því verður við komið.

Ég þori að fullyrða að hvergi er að finna íslenska vefsíðu með jafn miklum upplýsingum um myndgreiningu og raforninn.is. Þess vegna vil ég benda fólki á að nota hana, með því að flakka um flokkana og með hjálp leitarvélarinnar.

21.05.07 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *