Við hjá Arnartíðindum höfum orðið vör við að mörgum gengur ekki vel að finna upplýsingar á netinu. Í von um að geta orðið til hjálpar höfum við aukið við og uppfært flokkinn “Upplýsingaöflun” hér á www.raforninn.is
Þessi flokkur var eitt af því fyrsta sem unnið var inn á vefsetrið, enda er upplýsingaöflun, símenntun og annað sem tengist metnaði í starfi okkur einkar hugleikið. Það er von okkar að nýjustu viðbæturnar gagnist myndgreiningarfólki ekki síður en það sem áður var komið og sem allra flestir nái góðum tökum á netleit.
Alltaf er verið að bæta við og uppfæra eins og við höfum tök á og þess vegna er mikilvægt að fá tillögur og athugasemdir frá notendum vefsetursins. Látið okkur vita hvernig það sem við bendum á reynist, segið okkur frá fleiru sem setja mætti í þennan flokk – í stuttu máli sagt: Gefið okkur „feedback“.
Takið ykkur tíma til að kynnast efni flokksins, það margborgar sig í tímasparnaði síðar og einnig öllum áhugaverðu upplýsingunum sem þið finnið á netinu.
11.10.04 Edda Aradóttir edda@raforninn.is GSM: 860 3748
Smári Kristinsson smari@raforninn.is