Jólin.
Jólakveðjur.
Jólakveðjur eru til í ótal útgáfum. Sú elsta á prenti
#img 4 #hérlendis er frá Brynjólfi Skálholtsbiskupi, föður Ragnheiðar, sem endar bréf skrifað 1667 með ósk um að Guð gefi viðtakandanum gleðilega jólahátíð. Fyrsta jólakort sem sögur fara af var prentað í London árið 1843 en hér sáust þau fyrst um 1890 og þá flest dönsk. Íslensk kort komu á markað laust eftir aldamótin 1900 og ekki má gleyma jólakveðjum Ríkisútvarpsins, skemmtilega sérstökum sið. Nýjasta viðbótin er svo kveðjur í tölvupósti og SMS sem skjótast með örskotshraða manna á milli. Getur komið sér vel ef maður gleymir að senda einhverjum gamaldags jólakort!Jólatré.
Gleymskan kemur sér verr þegar vökvun jólatrésins er annars vegar. Þar dugir ekkert annað en gamaldags fyrirhyggja. Til er formúla fyrir vatnsþörfinni sem hljóðar upp á 1/3 úr lítra á dag fyrir hvern sentimetra sem stofninn er í þvermál. Engin furða þó sumsstaðar verði trén svolítið skrælnuð og barrnálar til vandræða!

Jólaljós og -myndir.#img 1 #En fallegt tré með skrauti og ljósum er stofuprýði. Fyrsta ljósaserían var búin til árið 1882 og fyrir þá sem vilja slá um sig í jólaboðum má finna allt um hvernig slíkar seríur virka. Ljósaskreytingar eru víða hrein listaverk og einhverja gæti langað að ná af þeim ljós-mynd. Þá getur ofboðslega einfalt ráð komið sér vel: Muna að slökkva á flassinu. Þar fyrir utan bjóða komandi dagar upp á ótal tækifæri til að ná skemmtilegum myndum, til dæmis af svipnum á þriggja ára gutta sem smakkar skötu í fyrsta sinn. Sennilega hefði meira að segja heilagur Þorlákur tekið fyrir nefið!Jólasiðir.

Skötuátið er einn þeirra jólasiða sem fyrrum voru staðbundnir en hafa dreifst um landið allt. Laufabrauðið heldur sig mest á norðurlandi en á öllum
#img 2 #landshornum er til fólk sem finnst rjúpan ómissandi sem jólamatur og svo náttúrulega hangikjötið. Allt þetta, og margt fleira af hefðbundum jólamat, á uppruna sinn í matarskorti og geymsluvanda á árum áður. Kæsing og reyking eru dæmi um geymsluaðferðir fyrir daga frystikistunnar, rjúpnaveiðar voru aðferð til að fá nýtt kjöt fyrir ekkert og laufabrauðið er svona þunnt til að spara mjölið.

Jólakötturinn.
Óvætturin sú er í uppáhaldi hjá undirritaðri og fær þess vegna að fljóta með. Kötturinn á reyndar fjarskylda frændur víða um lönd.

Jólahald.
Að halda jólin hátíðleg er eitt af því rótgrónasta í þjóðfélaginu og þessar rætur ná dýpra en margan grunar því hátíðahöld á þessum tíma fylgja einnig ásatrú og fleiri stefnum en kristni. Það er því ekki eingöngu í matargerð sem siðir
#img 3 #blandast saman, þróast og fá nýja merkingu.


Helgihaldið er grunnur hátíðarinnar og mikilvægt að leggja áherslu á að við gleðjumst vegna boðskapar jólanna. 


Að mestu unnið jólin 2004, uppfært og lagfært á Þorláksmessu á vetri 2007. 
Edda Aradóttir  edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *