Allir notendur www.raforninn.is fá innilegar jólakveðjur og óskir um gleðilega hátíð. Þeim sem þurfa að vinna er bent á að grípa tækifærið þegar hlé verður og líta á nokkra skemmtilega jólavefi.
#img 1 #Hann Júlli er Dalvíkingur og heldur úti alveg snilldar jólavef. Afkastamaður, í vinnu og öllu öðru, virðist eiga óendanlega orku!
Jólavefur Júlla
Ritstjóri Arnartíðinda verður nú eiginlega að benda á fleiri norðlenska jólavefi. Myndgreiningarfólk á leið í Eyjafjörðinn í jólafríinu – látið vita af ykkur, kíkið í heimsókn á myndgreiningardeild FSA, og/eða hafið samband við Eddu!
Jólabærinn Akureyri
Eina íslenska leitarvélin er sett upp með efnisflokkum og að sjálfsögðu eiga jólin sinn hluta.
Jólavefur leit.is
Ef einhverjir eru á sama báti og undirrituð, gáfu sér bara ekki tíma til að baka fyrir jólin, þá
#img 2 #er margt vitlausara en að baka milli jóla og nýárs. Marglitar flugeldakökur, kex í áramótaveisluna, agnarlitlar vatnsdeigsbollur til að fylla… Nammi-namm og gaman!
Smákökur leit.is
#img 3 #Hinn eini sanni jólaköttur er í miklu uppáhaldi hjá ritstjóra Arnartíðinda. Skemmtilega kvikindisleg og skuggaleg aðferð til að fá þá sem meira áttu til að huga að smælingjunum. Sá sem skrifar á visir.is er víst fjarskyldur frændi hans en þó hefur hann ýmislegt skemmtilegt til málanna að leggja.
Jólaköttur visir.is
Skólavefurinn er alltaf góður og
#img 4 #Jóla-skólavefur er fínn líka!
Jóla – skólavefur
Svo eru náttúrulega ótal aðrir vefir til, kíkið til dæmis á tenglasíðuna hans Júlla…
Gleðileg jól, gott fólk!
27.12.04 Edda Aradóttir edda@raforninn.is