Ísland – Kína


#img 1 #Aðeins eru liðin um tíu ár síðan opinber samskipti að einhverju marki fóru að vera milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína. Sendiráð Íslands í Beijing var síðan opnað árið 1995.Viðskipti
Viðskiptatengsl eru fyrir hendi á mörgum sviðum og má þar minnast á íslensk fiskiskip sem smíðuð hafa verið í Kína. Mörgum gæti hins vegar komið á óvart sú staðreynd að á undanförnum árum hafa um 4% íslenskra bóka verið prentaðar í Kína.Menning og listir

Hjá menntamálaráðuneytinu fást þær upplýsingar að í gildi sé samningur um menningarsamstarf á milli ríkjanna. Markmið samningsins er að efla samvinnu á sviði menningar, tækni og vísinda. Kínversk – íslenska menningarfélagið er einnig til, félagsskapur sem hefur starfað frá árinu 1953. Á listasviðinu má nefna að listsýningar frá Kína hefur mátt sjá á Listasafni Íslands og kínverskir tónlistarmenn hafa sótt landið heim, oft í tilefni sýninga sem tengjast Kína.


Langt er síðan farið var að þýða bækur kínverskra höfunda á íslensku og má sem dæmi nefna bækur Pearl S. Buck um gamla Kína. Af nýjum og athyglisverðum höfundum má nefna kvikmyndaleikstjórann Dai Sijie en bók eftir hann kom einmitt út á Íslandi 13. júní 2002, sama dag og forseti Kína sótti landið heim og Falun Gong iðkendur vöktu sem mesta athygli.


Til gamans má geta íslenskrar kvikmyndar sem heitir „Maður eins og ég.“ Hún er að hluta til tekin í Hong Kong og í einu aðalhlutverkinu er leikkona af kínversku bergi brotin, Stephanie Che.

Trúboð
Trúmálin eiga allsstaðar sinn hluta og hafa íslendingar stundað kristniboð í Kína. Þeir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur etja kappi við þá Tao, Konfúsíus og Búddha en siðareglur og trúarbrögð þessara þriggja eru leiðandi í Kína.Nám

Hvað menntun varðar þá bjóða stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína reglulega styrki til handa íslendingum sem hyggja á háskólanám í Kína. Íslenska menntamálaráðuneytið hefur séð um að auglýsa þessa styrki og veita umsóknum viðtöku. Með leit á vefsíðu LÍN finnast þrír háskólar í Kína þar sem Íslendingar geta stundað lánshæft nám. Skondin vefsíða er til hjá Námsgagnastofnun með tillögum að fyrirkomulagi kennslu um Kína og þar má einnig finna tengla með ýmsum upplýsingum, undir „Krækjur“ og „Almennar upplýsingar“.Ættleiðingar
Í júlí 2001 var staðfestur samningur um ættleiðingar Íslendinga á kínverskum börnum. Nokkrir íslenskir foreldrar hafa sótt börn þangað út.

Ferðaþjónusta

Ferðaþjónustan er stór póstur sem ekki er hægt að gera veruleg skil hér en ýmsar ferðaskrifstofur hafa auglýst Kínaferðir. Á ferðavef sem ber nafnið nat.is má finna dálítið af skemmtilegum upplýsingum varðandi Kína, á íslensku. Furðu margt sem tengir


Fleira mætti sjálfsagt finna um þetta fjölmenna ríki í austri. Það er áhugavert og hefur fleiri tengingar við fámenna eylandið langt norður í hafi en manni býður í grun að óreyndu.23.09.02 Edda Aradóttir.
Uppfært 09.09.03 EGA.

                  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *