Innstillingar


Vönduð vinnubrögð alltaf mikilvæg
Hvernig sem allt í heimi myndgreiningarinnar veltist, breytist, þróast, endurnýjast og víkkar þarf undirstaðan að vera styrk. Það á til dæmis við um almennar röntgenrannsóknir. Tækin verða liprari og hægt að snúa þeim á alla kanta í kringum sjúklinginn og stafræn tækni opnar nýja möguleika, til dæmis að breyta svertu og skerpu, stækka áhugaverð svæði og fleira. Þetta breytir þó ekki því að undirstaða góðrar röntgenmyndar er rétt vinnubrögð. Hluti af réttum vinnubrögðum er rétt innstilling og mikilvægt er að vanda vinnu sína við að stilla sjúklingi upp fyrir myndatöku. 

„Atlas“ á netinu
Hjá Minnu frænku (AuntMinnie.com) hafa síðustu mánuði verið að birtast mjög vandaðar greinar um innstillingar, sambærilegar við gamla Merrill´s Atlas sem a.m.k. flestir geislafræðingar kannast við. Greinarnar eru orðnar sextán og von á fleirum. Þær eru eftir lækni, Naveed Ahmad, sem hefur skrifað talsvert fyrir Minnu frænku. 

Fyrir alla
Allt myndgreiningarfólk getur haft gagn og gaman af þessum greinum. Læknar, geislafræðingar, aðstoðarfólk (geislaliðar), nemar, ritarar, tæknimenn og hvað við nú köllumst öll! Þó það séu fyrst og fremst geislafræðingar sem nota þetta daglega þá hafa allir hinir gagn af að vita um hvað málið snýst. Við þurfum að gera meira af því að auka skilning okkar á vinnu hvers annars.

Fyrir geislafræðinema
… eru þessar greinar beinlínis skyldulesning!

Aðgengilegt efni
Hér á eftir eru tenglar við allar greinar dr. Ahmads hjá Minnu frænku (AuntMinnie.com).  Fólk er minnt á að ekkert gjald þarf að greiða fyrir aðgengi hjá Minnu frænku en nauðsynlegt er að skrá sig inn í eitt skipti fyrir öll. Það er einfalt, fljótlegt og opnar óteljandi möguleika. 
Þeim sem ekki ná að nota tenglana eins og þeir koma fyrir hér að neðan er bent á að nota leitarvél Minnu frænku (search!) og slá inn leitarorðið „Ahmad“. Þar með birtast allar greinarnar, og reyndar fáeinar aðrar sem einnig eru athyglisverðar. 

Flokkað eftir svæðum
Hver grein fjallar um ákveðinn hluta líkamans og eru misstór svæði tekin fyrir í einu.  

Brjóstkassi

Good positioning is key to PA chest x-ray exams

Mastering AP and lateral positioning for chest x-ray

Tips and techniques for decubitus and oblique chest x-rays

Meltingarfæri

AP abdominal projection x-ray positioning techniques

Dorsal and lateral decubitus patient positioning for abdominal x-ray exams 

Positioning techniques for quality esophagrams 

Patient positioning tips for a premium UGI series 

Patient positioning techniques for a lower gastrointestinal series 

Efri útlimir

Digit imaging requires diligent positioning 

The twists and turns of hand and wrist x-ray positioning 

The bends and flexures of forearm and elbow x-ray positioning 

Getting the most from shoulder positioning 

Boning up on humerus, clavicle, and AC joint positioning 

Hálsliðir

Radiographic positioning techniques for the cervical spine 

Lendaliðir

The lowdown on lumbar spine positioning 

Mjaðmagrind og lærleggur

Proper positioning for the pelvis and proximal femur 


Von á fleiri greinum
Greinaflokknum er ekki lokið og tilhlökkunarefni að lesa þær sem eiga eftir að koma. 

 08.09.03 Edda Aradóttir.





        

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *