Á þessum árstíma er hefð fyrir þætti hjá Minnu frænku sem heitir “Road to RSNA”. Þar er sagt frá ýmsu markverðu sem sjá má, heyra og skoða á ráðstefnunni stóru í Chicago. Þessi umfjöllun gagnast þó alls ekki eingöngu þeim sem ætla á ráðstefnuna heldur gefur mynd af því sem efst er á baugi í hverjum tækniflokki (modality) um sig.
Það borgar sig að hafa í huga að á bak við hvern flokk stendur einhver sem fjármagnar umfjöllunina, t.d. eru Siemens duglegir að “sponsora”, Aurora styður við MRI umfjöllunina og Sectra við PACS.
Samt sem áður er engin ástæða til að slá þessum umfjöllunum frá sér sem auglýsingaskrumi, þær eru reyndar mjög gagnlegar. Bent er á áhugaverða fyrirlestra, skjásýningar (e-posters) og fleira en vegna þess að efnið er flokkað eftir tækniflokkum er fljótlegt og þægilegt að vinsa það sem hver hefur áhuga á úr því ofurframboði sem einkennir RSNA.
16.10.09 Edda Aradóttir ea@ro.is