Heilbrigðisútrás

Heilbrigðisútrás

Össur og Flaga eru dæmi um farsæl Íslensk heilbrigðistæknifyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði. Pharmaco er stórt Íslenskt lyfjafyrirtæki á alþjóðamarkaði.
Heilbrigðisgeirinn er einn af okkar stærstu atvinnuvegum og býður upp á geysilega möguleika til þróunar og auðssköpunar utan Íslands ekki síður en smásöluverslun og bankastarfsemi.
Engin ofannefndra fyrirtækja eru ríkisfyrirtæki. Það sem kemur öðru fremur í veg fyrir útrás í heilbrigðisrekstri er að hann er næstum allur á hendi ríkisins. Ríkisrekstur hentar ekki til mikilla afreka, þegar kemur að hröðum breytingum nútímans enda eiga ríkisspítalar sér svipaða framtíð og ríkisskip þegar litið er fram á veginn.

Ofbeldisstjórnun, kjarkleysi og viðskiptahindranir

Af hverju er útrásin ekki hafin?  Þessu er erfitt að svara en ástæðurnar gætu verið:

• Rekstrarumhverfið innanlands er að mörgu leyti erfitt, því samningar við Tryggingarstofnun sem stýrir markaðinum, setja rekstrinum mjög þröngar skorður og koma í veg fyrir eðlilega fjármunamyndun, sem nauðsynleg er fyrir þróun greinarinnar. Samtvinnaðar heilbrigðistryggingar og heilbrigðisrekstur í ríkisforsjá koma þannig í veg fyrir eðlilegar framfarir bæði á sviði rekstrar og trygginga.
• Allir sem standa fyrir heilbrigðisrekstri hérlendis eru aldir upp innan ríkiskerfisins og hafa ekki vanist því að taka mikla áhættu í rekstri. Þetta getur þýtt að menn hafi hingað til almennt verið of kjarklitlir til að fara í víking.
• Umhverfi heilbrigðisrekstrar heimsins er mjög flókið og mikið um alskyns hindranir. Þannig hefur Evrópusambandinu ekki tekist að koma á lágmarkssamræmingu heilbrigðisupplýsinga á 20 árum þótt það hafi verið á stefnuskránni.
• Starfsréttindi heilbrigðisstarfólks hafa ekki verið samræmd milli landa


Strax í dag!

• Vaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónust hér og í nágrannalöndunum er trygg á næstu árum og áratugum næstum óháð hagsveiflum. Verði viðvarandi hagvöxtur mun eftirspurn eftir ýmsu því sem í dag er flokkað sem “ónauðsynleg” læknisþjónusta hinsvegar aukast mikið í náinni framtíð.
• Á leið inn á markaðinn í Vesturevrópu eru árgangar af velstæðu kröfuhörðu fólki sem mun auka mjög eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu.
• Meðalaldur Evrópubúa eykst hratt. Fyrirtækið heilsuþorp ehf stefnir á þennan markað.
• Evrópusambandið vinnur mjög ákveðið að samræmingu starfsréttinda heilbrigðisstarfsfólks til þess að tryggja hreyfanleika heilbrigðisvinnuafls.
• Íslensk einkafyrirtæki í heilbrigðisrekstri eiga dýrmæta rekstrarþekkingu sem þau hafa skapað, sérstaklega síðust 10 árin.
• Á Íslandi er mikil útrásarþekking og löng hefð fyrir því að reka fyrirtæki utan Íslands.
• Á Íslandi er til nægilegt  viljugt fjármagn í arðvænleg viðskiptatækifæri

Eftir hverju er beðið?
       

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *