Health on the Net.

Það er oft mjög erfitt að gera sér grein fyrir trúverðugleika upplýsinga á netinu. Af þeim ástæðum er er talið æskilegra að geta vísað í ritaðar heimildir en vefsíður, t.d. við vinnu lokaverkefna í geislafræði. Samtökin Health on the Net (HON) gefa möguleika á nýrri leið til að ganga úr skugga um áreiðanleika vefsíðna með heilbrigðisupplýsingum.

Óháð samtök.
HON eru óháð samtök sem eiga ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta í heilbrigðisgeiranum. Þau urðu til eftir ráðstefnu sem haldin var í Genf árið 1995, “The Use of the Internet and World-Wide Web for Telematics in Healthcare” og markmið þeirra er “to guide the growing community of healthcare consumers and providers on the World Wide Web to sound, reliable medical information and expertise”, sem í lauslegri þýðingu gæti verið “að veita sístækkandi hópi þeirra sem leita og veita heilbrigðisþjónustu á vefnum leiðsögn að traustum, faglegum upplýsingum á því sviði.”

Öryggi við netleit.
Gæðatrygging er grunnur alls starfs HON og samtökin hafa verið leiðandi í alþjóðlegu starfi við að auka gæði heilbrigðisupplýsinga á netinu. Eitt af tækjum þeirra er svokallaður HON code, þ.e. kröfur sem aðstandendur vefsíðna geta sýnt fram á að séu uppfylltar á tiltekinni síðu og sótt um að fá merki HON á hana. Verður hún þá ein af þeim traustu síðum sem hægt er að finna með HONcode sites, sérstakri leit í leitarvél HON, MedHunt.
HON leggur ekki mat á innihald heilbrigðisupplýsinga á þeim síðum sem þeir yfirfara heldur gera strangar kröfur varðandi undirstöðu þeirra og umgjörð, eins og sjá má á lista

Virtir aðilar.
Að baki HON standa mjög virtir aðilar, meðal annars frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) og Evrópusambandinu, og samtökin starfa náið með háskólum og sjúkrahúsum. Það er svo sannarlega ástæða fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn, ekki síst myndgreiningarfólk, til að kynna sér HON og leiðir þær sem samtökin bjóða upp á til öruggari leitar á netinu. 

18.06.08 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *