Gagnrýni á háskóla og vísindastjórnunarkerfið í landinu.

 
Í Morgunblaðinu 18. júlí gagnrýnir Einar háskóla- og vísindastjórnunarkerfið í landinu og í viðtali á morgunvakt Rásar 2 mánudaginn 20. júlí nefndi hann sem dæmi að hópur vísindamanna hefði tekið saman höndum um að knýja fram úrbætur. Einstaklingar víða að úr þjóðfélaginu sem, að hans mati, væru undir eðlilegum kringumstæðum að bítast innbyrðis um fjárframlög til rannsókna.

Grein Einars birtist einnig á bloggsíðunni „Þekkingarsamfélagið“ sem er hópblogg um stefnu og stöðu vísinda, fræða og tækni.

Umfjöllun um vísindastarf er alltaf áhugaverð fyrir myndgreiningarfólk og þarna er hitamál í gangi sem full ástæða er til að fylgjast með.

20.07.09 Edda Aradóttir ea@ro.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *