Fyrirlestur í Montreal, Hjörleifur Halldórsson

A Royale with Mont!

Fyrir örfáum dögum fékk ég þann heiður að fá að halda fyrirlestur við McGill háskólann í Montreal, Kanada. McGill háskólinn hefur að hýsa u.þ.b. 40 þúsund nemendur frá öllum sviðum og gerðum menntamála. Fyrirlesturinn sem ég hélt fjallaði um verkflæðiskerfi (Workflow Management System) fyrir myndgreiningu. Slíkt kerfi hefur verið þróað af Raferninum og er í notkun hjá Hjartavernd.
Það er mikill áhugi hjá erlendum aðilum að þróa svipaða ferla, iðnvæða hugsunarhátt sinn og geta leyft sér að rannsaka mikinn fjölda af gögnum í einu. Þessir ferlar eru oft kallaðir “pipelines” og hefur kerfið sem Raförninn hefur þróað, einnig möguleika á að fylgjast á sjálfvirkan máta, með gæðum gagna úr hverju þrepi í ferlinum. Fegurðin við kerfi Rafarnarins felst einnig í sveigjanleika þess. Kerfið er notað í sjálfvirkri myndgreiningu en er algjörlega óháð því hvaða forritunar pakkar liggja undir fyrir úrvinnslu. Það er frelsi notandans að geta valið hvaða samsetning af keðjum og forritum hentar þeim gögnum sem á að vinna úr.
Ég fékk einnig færi á að tala við þá aðila sem hafa verið að þróa allan hugbúnað fyrir taugagreiningardeildina við McGill háskólann (http://www.bic.mni.mcgill.ca/). Alltaf jafn gaman að tala við tölvunörda á svipuðu róli og skiptast á hugmyndum;


#img 1 #En ég fékk einnig örstutt tækifæri til þess að klifra upp á hið Konunglega fjall, og skoða Montreal í allri sinni fegurð.

Kanada er vingjarnlegt land og hef ég verið þar oft áður. Það er eins og það sé búið að taka allt það besta frá Bandaríkjunum og mjög margt frá Evrópu og hrúga því saman í eina þjóð. Þrátt fyrir miklar rigningar og kulda er ekki hægt annað en að njóta Kanada.

En vitið þið hvað er skondnast við Kanada?

Hvað? (spyrjið þið, með dimmri Samuel L Jackson rödd)(http://www.imdb.com/name/nm0000168/

Það eru litlu mismunirnir.
Þar er allt næstum því eins og hér, en einungis smávægilega breytt, og það veitir manni frelsi.
Dæmi:
Ég fór inn á MacDonalds í Montreal;
vitiði hvað Quarter Pounder með osti heitir í Kanada?

Royale with Cheese, eða Quart Livre avec Fromage…

…eða Quarter Pounder (http://app.mcdonalds.com/bagamcmeal?process=item&itemID=7)!

Valfrelsi.
Mér var heilsað af dökku afgreiðslustúlkunni:
“Bonjour monsieur!, Hi, how can I help you?”
Ég fékk frelsi til þess að velja, ekki bara af matseðlinum heldur einnig á hvaða tungumáli.
Ég stamaði:
“Ehh, un big mac, et un grand orange juice”; vá mér tókst þetta eftir einungis einn vetur í frönsku í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Fullur av Monti!


#img 2 #Ég er ekki að meina að ég krefjist þess að geta pantað mér franskan borgara á Dalveginum, heldur að í mínu
#img 3 #vinnuumhverfi geti ég valið mér þá aðferðafræði sem hentar mér best fyrir þá úrvinnslu sem ég er að fást við.

Ég hef verið viðráðinn, í góðra manna hópi, að hanna og setja upp eitt öflugasta kerfi fyrir myndgreiningu sem er í boði í dag. Úrvinnsluflæðið og gæðaeftirlitið á gögnunum er algjörlega ný hugmyndafræði sem hvergi annarstaðar er til staðar.
Til þess að veita okkur fullt frelsi í úrvinnslu og greiningu, höfum við notfært okkur helstu forritin og pakkana sem eru notaðir í taugagreiningu í dag. Úrvinnslu hópur í Oxford hefur veitt okkur pakkann FSL (FMRIB Software Library; http://www.fmrib.ox.ac.uk/fsl/), frá UCL (London) erum við með SPM pakkann (Statistical Parameter Mapping, http://www.fil.ion.ucl.ac.uk/spm/) og að lokum erum við með frá McGill háskólanum í Montreal (MNI-BIC, http://www.bic.mni.mcgill.ca/software/distribution/). Við höfum byggt okkur upp kerfi sem ekki einungis getur gert greiningar á eina vegu heldur þrjár, eða réttara sagt ótal möguleikum ef pökkunum er tvinnað saman.
Þetta veitir vísindamanninum fullt frelsi að velja þá aðferðafræði sem hentar best fyrir þá úrvinnslu sem er verið að ráðast í,
og þegar vísindamenn fá frelsi framkvæma þeir góð vísindi.


#img 4 # 01. maí 2005 Hjörleifur Halldórsson hjorleifur@raforninn.is      

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *