Fylgist með RSNA.

Fjölmargra kosta er völ til að nálgast efni frá RSNA 2008. Hér eru nokkur dæmi: 
 
ADVANCE veftímaritið hefur gert samantekt um ráðstefnuna. Þar er skemmtilegt fagfólk á ferð og efalaust margt athyglisvert að sjá.

Gott er að fylgjast með Daily Bulletin, dagblaðinu sem gefið er út á ráðstefnunni.

Til að sjá hversu margir voru á RSNA, bæði myndgreiningarfólk, sýnendur og gestir, notar maður Attendance hlutann í vefsíðu ráðstefnunnar. 

Annað veftímarit Diagnostic Imaging, býður upp á fréttir af RSNA.

Newsroom sýnir fréttatilkynningar og segir frá fréttamannafundum.

Þeir sem vilja bera saman ráðstefnuna í ár og árin á undan fá upplýsingar um dagskrá fyrri RSNA ráðstefna á vefsíðu ráðstefnunnar, undir Past Meetings.

Það er mjög áhugavert að skoða þau 10 atriði sem ritstjórn ADVANCE hefur valið sem athyglisverðust á RSNA.

Mynd segir meira en þúsund orð… Photo Galleries.

 08.12.08 Edda Aradóttir edda@raforninn.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *