Ferðalög innanlands.

Líklega verður minna um utanlandsferðir héðan í sumar og Íslendingar ferðast meira
#img 2 #innanlands í staðinn. Á meðan góðærið réði ríkjum keyptu margir einhverskonar ferðavagn, tjaldvagn, hjólhýsi eða hið sívinsæla fellihýsi. Gárungarnir skemmtu sér við að reikna hvað gistinóttin kostaði í þessum vögnum, miðað við að fólk notaði þá ekki nema 2 – 4 nætur á ári en nú verða þeir líklega að reikna dæmið upp á nýtt.
Myndgreiningarfólk á ferðalagi þarf, eins og aðrir, gott tjaldstæði til að gista á og góða staði til að skola af sér svitann eftir gönguferðir og leiki. Sumir þiggja líka áreiðanlega að liggja í heitum potti til að láta líða úr sér ferðaþreytuna.

Fésbók í fellihýsinu.

#img 1 #Nýleg vefsíða sem gaman er að benda á er tjalda.is sem býður gagnlegar upplýsingar um gistingu á tjaldsvæðum landsins. Til gamans má nefna að fyrir þá sem alltaf vilja vera tengdir er hægt að sjá hvort netsamband er á tjaldsvæðinu. Fínt að hanga á fésbókinni í fellihýsinu!
Einnig opnaði fyrir skömmu vefsíðan sundlaugar.is, með upplýsingum um allar sundlaugar landsins, ásamt náttúrulegum baðstöðum s.s. Jarðböðin við Mývatn. 


Ferðumst með opinn huga.

#img 3 #Mig langar sérstaklega að benda fólki á að „leika“ ferðamenn á heimaslóðum sínum. Það er ekki nauðsynlegt að fara alltaf langt til að gera eitthvað athyglisvert og skemmtilegt. Prófið að leita ykkur upplýsinga eins og þið vitið ekkert um svæðið sem þið eruð á og sjáið hvað þið uppgötvið margt skemmtilegt!
Landshlutavefirnir standa alltaf fyrir sínu south.is á suðurlandi, vesturland.is á vesturlandi, vestfirðir.is fyrir vestfirðina, nordurland.is fyrir norðurland, east.is fyrir austurland, reykjanes.is fyrir Reykjanesið og visitreykjavik.is fyrir höfuðborgina.

ferdalag.is
Vefurinn sem slær alla aðra út þegar skipuleggja á ferðalög innanlands er tvímælalaust
#img 4 #vefur Ferðamálastofu, ferðalag.is. Þar eru aðgengilegar upplýsingar um allt milli íslensks himins og fósturjarðarinnar okkar. Gistingu, samgöngur, afþreyingu, menningu og listir, útivist í íslenskri náttúru og ótal margt annað.

Góða ferð!
15. júní 2009 Edda G. Aradóttir ea@ro.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *