Farandgeislafræðingar – Minna frænka


Nýtt efni frá ritstjórn kemur inn á vefsetrið að minnsta kosti tvisvar í viku. Þar fyrir utan má á hverjum einasta degi sjá hér nýjustu fréttir frá Minnu frænku (AuntMinnie.com). Notendur þurfa að skrá sig inn (velja notandanafn og lykilorð) en skráningin er einföld, ókeypis og henni fylgja engar kvaðir.


Sem dæmi um athyglisvert efni þar má nefna grein eftir Deborah R. Dakins sem birtist í tveim hlutum 4. og 5. nóvember síðastliðinn.


Þar er fjallað um farandgeislafræðinga. Í Bandaríkjunum færist mjög í vöxt að geislafræðingar séu ekki í fastri stöðu neinsstaðar heldur starfi sjálfstætt í samvinnu við vinnumiðlanir sem sjá sjúkrahúsum og öðrum stofnunum fyrir starfsfólki tímabundið. Algengt er að ráða sig til þriggja mánuða í senn.


Eftir því sem í greininni segir geta farandgeislafræðingar haft 50% hærri laun en fastráðnir og eftirspurnin eykst stöðugt.

Athyglisvert? Greinin er hér á vefsetrinu og á AuntMinnie.com.


 

Edda Aradóttir. 05.11.02.

   

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *