Fagmennska í starfi – þema RSNA 2006


Það er mjög markvert að heilbrigðisrekstur heimsins hefur ekki tileinkað sér ávexti stórnunarþekkingar síðustu 30 ára eða svo, heldur er enn að burðast með hugarfar frá miðbiki síðustu aldar. Þetta þýðir m.a. að sennilega banar bandaríski heilbrigðisgeirinn að meðaltali ca 270 manns á dag vegna “mistaka”.
Íslenskur stjórnmálamaður hefur sýnt þessum málum áhuga og flutt þingmál um að öryggi í Íslenska heilbrigðiskerfinu verði rannsakað. Hann hefur bent á að hægt væri að koma í veg fyrir helming þessara “óhappa” . Hvernig sú niðurstaða er fengin er óljóst, en svipaðar fullyrðingar eru í þeim rannsóknum sem aðgengilegar eru og er þar vísað til þess sem skilgreint er sem “medical errors”

Orsaka leitað á röngum stöðum
Hefðbundin viðbrögð innan heilbrigðisgeirans við mistökum eru ásakanir um “vanhæfni” “incompetence”, einstaklinganna sem vinna verkin, meðan stjórnendur annarra atvinnuvega hafa í næstum hálfa öld leitað orska mistaka í verklagsreglum og vinnuferlum, eða öðrum undirliggjandi ferlum sem eiga að gefa öllum starfsmönnum tryggan stuðning til að leysa verkefnin með sama hætti og með sömu gæðum. Nauðsynlegt breyting á rekstarmenningu er erfiður hjalli.

Tiltæk þekking ekki nýtt
Núverandi heilbrigðisrekstramenning hvar sem er í heiminum virðist, samkvæmt rannsóknum, leiða af sér samfellt mannfall þar sem mikil fjöldi fólks missir líf og heilsu á hverjum degi vegna þess að tiltækri þekkingu í framleiðslustjórnun er ekki beitt í heilbrigðisgeiranum. Menn komast upp með þetta vegna þess að manntjónið er tilviljanakennt og engin tengsl eru milli þeirra sem verða fyrir þessum áföllum, þannig að þeir ná ekki að mynda öfluga þrýstahópa til að knýja á um breytingar. Ímyndarhlið málsins er mjög erfið, að saka þá sem bjarga mannslífum alla daga um stórfelld manndráp af gáleysi. Fyrir utan að nýta tiltæka reynslu úr t.d. flugrekstri og háþróaðri iðnaðarframleiðslu, þá þarf að verja verulegum fjármunum til rannsókna og sértækrar þróunar innan heilbrigðisgeirans.

Rannsóknir og skýrslur
Ein frægasta skýrslan um þessi mál er bandarísk skýrsla frá árinu 1999 „To err is human
Í skýrslunni eru leidd eru rök að því að allt að 100 þús manns látist á ári vegna mistaka í bandaríska heilbrigðiskerfinu. Svipaðar niðurstöður eru til frá Ástralíu. Niðurstöðurnar benda til að mistök í heilbrigðisreksti valdi fleiri dauðsföllum en umferðarslys eða skæðustu sjúkdómar.

Þáttur stjórnvalda í öryggi í heilbrigðisrekstri
Í flestum þróuðum löndum eru stjórnvöld mjög blönduð i heilbrigðisrekstur, sem gerir allar hlutlæga skoðun mála mjög erfiða. Ríkið setur lög og reglur um heilbrigðisrekstur, á og rekur heilbrigðisfyrirtæki og rekur eftirliststofnanir. Gott dæmi um leiðandi sjálfseignarstofnun á þessu sviði í Bandaríkjunumm er
The Institute of Medicine (IOM) of the National Academies Á síðu IOM er listi yfir skýrslur um gæðamál. Stofnunin hefur mjög nána samvinnu við Bandarísk heilbrigðisyfirvöld. Á Íslandi eru það Geislavarnir ríkisins og Landlæknisembættið sem sjá um eftirlit og rannsaka alvarlegt frávik í heilbrigðisrekstri.

Léleg samskipti við myndgreiningardeildir
Nýlegar bandarískar greinar benda til að oft séu alvarlegir misbrestir í samskiptum innan heilbrigðisstofnanna, milli myndgreingardeilda og annarra deilda. Niðurstöður benda til markvert aukinnar áhættu vegna lélegra samskipta milli myndgreingardeildar og annarra deilda þegar farið er í myndgreiningu, sjá grein í Washington Post frá janúar á þessu ári.
Skýrslan í heild er á síðu The United States Pharmacopeia (USP) sem hefur eftirlit með og setur staðla um notkun lyfja í Bandaríkjunum. UPS gefur reglulega út skýrslur um lyfjaöryggi

Vakning varðadi öryggi sjúklinga
Það er greinilegt að þessi árin er töluverð vakning varðandi öryggi sjúklinga innan heilbrigðisþjónustu. Okkar eftirlitsstofnun Geislavarnir ríkisins hefur á síðustu árum staðið fyrir markvissri endurnýjun á laga og regluverki sem snýr að gæðamálum.Gott er að þingmenn eru að byrja að láta þessi mál til sín taka, ekki síst ef það leiðir til þess að verulegum fjármunum verði varið í nauðsynlegar rannsóknir á þessu sviði. Mikilvægast er þó að fyrirtæki innan heilbrigðisgeirans hafi meira frumkvæði í gæðamálum.

Sameiginleg gæðakerfi myndgreiningar á Íslandi ?
Ég legg til að myndgreiningarstarfsemin á Íslandi sameinist um að koma upp virkum gæðakerfum, sem nýtist öllum sem í greininni starfa. Nýleg löggjöf og reglugerðir eru góður grundvöllur til að byggja á, þótt útfærslan sé mikil og samfelld vinna sem að stærstum hluta ætti að geta verið sameiginleg.
Sú bylting sem orðið hefur í notkun upplýsingatækni og þekkingaröflun gefur ótæmandi möguleika til að leysa þessi mál með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Samtökin Integrated Health Enterprise (IHE) sýndu á RSNA í ár hvernig þeir sjá fyrir sér að hugbúnaðarlausnir styðji ákvarðanir um meðferð sjúklinga í framtíðinni.
Framlag okkar hjá Raferninum er Gæðavísirinn, sem er rafrænt kerfi til að halda utan um og stýra aðgangi að verklagsreglum og gæðamælingakerfið QCC til að stýra gæðamælingum. Í Gæðavísinum er góður grunnur sem einstakir rekstraraðilar geta byggt á og þar með sparað mikinn tíma.
Aðgangur að Gæðavísinum er tvískiptur. Opinn aðgangur, en þar eru t.d. reglur sem varða skuggaefnisgjöf. Almennur aðgangur en þar er aðgangur að verklagsreglum um röntgenrannsóknir bæði reglum sem eru í kerfinu og þeim sem rekstraraðilar gera sjálfir. Verklagsreglur sem eru í einkahluta kerfisins eru aðeins aðgengilegar þeim sem þær á.
Það eru Dagný Sverrisdóttir geislafræðingur og Viktor Sighvatsson röntgenlæknir sem hafa unnið efnið í Gæðavísinum og hafa lagt í það mikla vinnu án endurgjalds á síðustu árum.
Þórunn Káradóttir sem fer með höfundarrétt að Myndgátinni hefur samþykkt að hún verði hluti af Gæðavísinum. Öll Myndgátin er nú aðgengileg í Gæðavísinum. Ég vona að samvinna og framfarir í gæðamálum skili öllum ávinningi, ekki síst viðskiptavinunum.

04.12.06 Smári Kristinsson smari@raforninn.is 


             

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *