#img 1 #Eurorad er þekktur og glæsilegur myndgreiningar tilfellabanki (case database) á vegum European Society of Radiology. Venjulega þarf að kaupa aðgang að Eurorad en hann er nú opinn öllum, gjaldfrjálst, til 15 september nk. Leitarvélin Goldminer leitar m.a. í Eurorad bankanum.
Goldminer var kynnt hér 22. janúar 2007, ásamt annarri sérhæfðri leitarvél fyrir myndgreiningu, Yottalook og ári seinna birtist stutt grein í framhaldi af kynningu á Yottalook á RSNA 2007.
#img 2 #Ánægjulegt er að sjá fjölgun tímarita sem Goldminer leitar í en þau voru einungis fimm í byrjun (árið 2006) og eru nú 262 talsins! Einnig hefur leitarmálum fjölgað rækilega, frá einu (ensku) og upp í ellefu.
Auðvelt er að skoða gagnlegar upplýsingar um leitarvélina.
Yottalook hefur þó enn yfirhöndina, að mínu mati, býður leit í fleiri tímaritum og á þrisvar sinnum fleiri tungumálum en Goldminer, auk þess sem hægt er að leita í yfir 5000 bókum. Einnig er boðið upp á sérleit í líffærafræðimyndum.
Af nógu er að taka á veraldarvefnum þegar myndgreining er annars vegar og alltaf bæði
#img 3 #gagn og gaman af því að skoða nýjar leiðir.
27.07.09 Edda Aradóttir ea@ro.is